Föstudagur, 4. júlí 2008
Flóttamannastefna Íslendinga
Eftirfarandi pistill birtist í athugasemd hjá Halli Magnússyni.
Merkilegt að framsóknarmaður skuli þora í þessa umræðu. En málavextir voru þeir, að Stefán Jóhann og kratarnir náðu á sínum tíma að halda aftur af Hermanni dálítið, fá allskonar undanþágur (aðallega fyrir gyðingakrata, auðvitað) fyrir Gyðinga og siðan á tíma Þjóðstjórnarinnar tóku ráðherrarnir, jafnvel Eysteinn Jónsson, að beita Hermann ofurliði og veita GYðingum undanþágur. En á þeim tíma þegar Hermann réði óskoraður í minnihlutastjórn Framsóknarflokksins var rekin harðasta flóttamannastefna í Evrópu. Engar undanþágur veittar og mikil harka sýnd flóttafólki. Þetta er að mínum dómi lík í lest Framsóknar og Hermanni til ævarandi smánar. Staðreyndin var að Íslendingar tóku við langtum færri flóttamönnum en aðrar Evrópuþjóðir, bæði í tölum og hlutfallslega. það var einna helst Búlgaría sem var á svipuðum slóðum, en þeir vernduðu þó "innlenda" GYðinga gegn nasistum.
Þetta rugl hélt síðan áfram eftir stríð þegar við svikum allskonar samninga. Saga Íslendinga á þessu sviði er ljót, afar ljót, en m.a. græddu Íslendingar stórfé á flóttamannastofnunum, t.d. með því að selja þeim íslenskt sjávarfang og gærur yfir markaðsverði! Og ef þær neituðu að kaupa af Íslendingum, börðu Íslendingar í borðið og fóru að tala um herinn í Keflavík og viðskiptafundi með Rússum! Þá borguðu Kanarnir það sem uppsett var!
En "sniðugast" var, þegar hjálpa átti Kóreubúum og við vildum selja flóttamannastofnuninni síld. Þegar hún keypti af Norðmönnum (betri síld á lægra verði!) og Kanadamönnum (sama) risum við upp, Íslendingar, og skildum allt í einu ekkert í því hvers vegna væri verið að hjálpa þessa gula fólki meðan "rjómi hins norræna, hvíta kyns sveltur í Þýskalandi."
En til að lagfæra þetta mætti Framsókn byrja á því að gera hreint í sínum málum. Minnihlutastjórn flokksins undir lok fjórða áratugarins var andstyggilegasta stjórn sem nokkru sinni hefur setið á Íslandi. Þá var "mannúð bönnuð á Íslandi", ef áttu í hlut aðrir en Þjóðverjar og Norðmenn sem fluttir voru inn í allskonar Kleppsvinnu meðan hámenntuðum læknum af gyðingaættum var snúið frá, þrátt fyrir mjög alvarlegan læknaskort í landinu. Og Gyðingur á Íslandi, maður sem hafði búið hér frá því um 1925, þurfti að fara til Þýskalands til lækninga. Dóttir hans komst lífs af...frá Auschwitz, og sendi beiðni til íslenskra stjórnvalda um að fá að koma hingað í stríðslok. Hún var fædd á Íslandi, bar íslenskt nafn, talaði íslensku eins og innfædd. En hún var Gyðingur. Stjórnvöld sögðu henni því að éta skít. EN sömu stjórnvöld lögðu mikið á sig til að bjarga hingað aríum, jafnvel þeim sem starfað höfðu með Þjóðverjum á stríðsárunum. Ojbarasta.
Fjölskyldu fleygt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftirfarandi athugasemd við athugasemd birtist frá Halli Magg við færslu Sneott:
"
Ágæta Seott Bergz!
Dettur þér virkilega í huga að ég láti aðgerðir eða aðgerðarleysi einhverra flokka hafa áhrif á sannfæringu og skoðanir mínar í dag?
Ranglæti er alltaf ranglæti - hver sem á í hlut!!!
En minni á - fyrst þú ert að rifja upp söguna - að Hermann Jónasson var eini leiðtogin í allri Evrópu sem stóð upp í hárinu á Hitler.
Þá gætum við týnt til að stærsti hluti íslenskra nazista í gamla þjóðernisflokknum gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Heldur þú að Sjálfstæðismenn láti það hafa áhrif á sig í umræðunni í dag?
Bendi einnig á að það var framóknarmaðurinn Páll Pétursson sem hafði forgöngu um það að Íslendingar hófu að taka skipulega og af miklum myndarskap á móti flóttamönnum um miðjan síðasta áratug. Það framtak og hvernig að því hefur verið staðið hefur verið rómað um allan heim.
Á grunni þeirrar stefnumótunar erum við einmitt að taka á móti palestínskum einstæðrum mæðrum og börnum þeirra - nú á næstunni. Það verkefni er í grunninn verkefni Framsóknarmanna - þótt Samfylkingin sé nú við stjórnvölinn í félagsmálaráðuneytinu - og breytti um nafn á flóttamannaráði til að geta sett Samfylkingarkonu - afar góða reyndar - þar í formennsku til að taka við Framsóknarmanninum Árna Gunnarssyni sem leitt hefur starf stjórnvalda þar um árabil
Við skulum aðeins halda okkur við daginn í dag. Dómsmálaráðherra hefur verið mjög gagnrýndur fyrir þetta mál - enda yfirmaður útlendingaeftirlitsins. En utanríkisráðherrann er ekki eins hvítþvegin og hann vill vera láta sbr. Klúður utanríkisráðherra ekki minna
Hallur Magnússon, 4.7.2008 kl. 07:32
Látum þetta líka fylgja:
Utanríkisráðherra með allt niðrum sig
Hvet fólk til að lesa bloggið mitt um málið:
Móttaka Gyðinga 1938
Hallur Magnússon, 4.7.2008 kl. 07:37
Snilld! Já, utanríkisráðherrar Íslands hafa gjarnan haft allt niðrum sig. Núverandi utanríkisráðherra þar sýnu verstur. En ég svaraði svona :)
Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.