Bönnuðu vísurnar

Ok, þetta er "einkahúmor" af Skákhorninu. Önnur vísan var bönnuð...hin yrði bönnuð, hefði ég birt hana.

Skákmenn skilja þetta vísast, þ.e. við hvað er átt. En ég vildi koma þessu hér, svo ég myndi ekki týna þessu. T.d. er húmorinn um "lærin" þekkt stærð í skákheiminum, svo og vita flestir skákmenn hver "Svampurinn" er.

En bannaða vísan sjálf kom þegar Svampurinn (nafngiftin segir sig sjálf) var að nöldra (eins og venjulega), en að þessu út af meintum (og mjög svo meintum) dónaskap á Skákhorninu:

Nú Ingvar var ofsa dónó
espaði upp þennan rónó
En tilboð var ærið
að fá'ann á lærið
en öskraði þá bara "no, no"


Nú, ég laumaði annarri í kjölfarið, en þorði ekki að birta, að þessu um "vin" Svampsins og sálufélaga,  vopnabróður í nöldri og dónaskap á Skákhorninu, og vinasamband hans við Svampinn.

Þér dálaglega haldið dampi
dusilmenni með í kampi
Þér gefast þá færin
að þvo þér um lærin

með rennandi blautum svampi.

En hér er enginn "nafnlaus admin", sem getur hent manni út fyrir svona lagað, svo ég læt þetta bara vaða. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband