Inngangan í ESB

Innganga ríkja í ESB hefur jafnan verið með þrenns konar hætti, frá því nýliðar tóku að streyma inn. Annars vegar komu inn ríki sem vildu stjórna, eins og Bretland, í öðru lagi ríki eins og Austurríki, Svíþjóð og Danmörk, sem voru setin af krötum sem trúa mönnum meira á þennan samkrull þjóða og ríkja, og í þriðja lagi misjafnlega fátæk eða illa stæð ríki sem vildu græða, t.d. Írland, Finnland, Spánn, Portugal, Grikklands & co og ríki Austur-Evrópu.  

Við sjáum að hin síðari ár hafa nær eingöngu fátæk eða veikburða ríki gengið í ESB (gæti verið undantekning á reglunni :) ), en sterkari ríkin, efnahagslega, eins og Sviss, Noregur og Ísland staðið utan við, ríkin þar sem fólkið er einna best stætt í Evrópu.

Myndu þessi ríki græða á inngöngu, í ljósi sögunnar? Eða þurfa að borga með sér; borga fyrir að glata sjálfstæðinu endanlega í hendur skriffinna í Brussel? Nei, kratarnir stjórna ekki hér eins og í Svíþjóð og víðar. Hér eru líka aðilar með sjálfstæða hugsun.

Ég vil ekki ganga í ESB. Ég held að Íslendingar tapi meira á inngöngu og græði. Það besta við inngönguna yrði, að þá myndum við losna við flesta leiðinlegustu Samfó-aðilina til Belgíu.


mbl.is Noregur og ESB: Flestir á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband