Egill Helga hittir í mark

Ég var að "rölta" um bloggheima og rakst á pistil Láru Hönnu Einarsdóttur um tvö athygli verð blogg um umhverfismál, annað eftir Egil silfraða og hitt eftir Ómar sköllótta.

egillÉg byrjaði á því að lesa Egil. Ég er stundum sammála honum, stundum ósammála og stundum mjög, mjög ósammála. En hin síðari misseri hef ég verið oftar sammála en ekki. Hér talar hann um hið furðulega hátterni "umhverfisverndarsinna". Ég var alveg sammála honum og flestum þeim sem skrifuðu athugasemdir. Þarna fæst ekki séð að landsmenn séu "upp til hópa umhverfisverndarsinnar" eins og sósíalistarnir flokka þá og telja vera. Mér létti stórum. Hann segir m.a.

Barátta sem er erfitt að botna í

Ég er ekki viss um að ég skilji náttúruverndarbaráttuna á Íslandi.

Fyrst snerist þetta um Eyjabakka. Það tókst að færa góð rök fyrir því að þeir væru náttúruperla sem ekki mætti fórna. Ég man að ég heyrði Össur Skarphéðinsson tala fyrstan manna um Kárahnjúka – hann sagði að þeir væru góður virkjanakostur í stað Eyjabakka.

Svo voru Kárahnjúkar allt í einu orðnir einstæð náttúruperla. Maður heyrði í sífellu talað um Kringilsárrana. Samt mátti lesa í Árbók Ferðafélagsins grein eftir Hjörleif Guttormsson þar sem sagði að þarna væri ekkert sérstakt að sjá.

Þá eru það Þjórsárver. Þeim hefur líklega verið bjargað. En kannski voru þau ekki í raunverulegri hættu. Í hugum náttúruverndarsinna voru Þjórsárverin nefnilega skilgreind mjög vítt, en í ráðherraúrskurði um Norðlingaölduveitu var gert ráð fyrir að hún væri öll kirfilega utan friðlandsins.

Þetta var samt kallað að “fórna” Þjórsárverum.

Svona má halda áfram. Steingrímur J. Sigfússon sagði á sínum tíma að eðlilegt væri að virkja í neðrihluta Þjórsár. Stuttu síðar hófst mikil barátta gegn virkjunum á þessum stað. Samt er Þjórsá alsett virkjunum og tæplega hægt að segja að þarna myndu neinar náttúruperlur fara undir vatn.

Menn töluðu um að gufuaflsvirkjanir væru æskilegri en vatnsaflsvirkjanir, af þeim væru minni náttúruspjöll. En nú snúast menn öndverðir gegn hverri gufuaflsvirkjuninni á fætur annarri. Því er lýst yfir af sjálfum borgarstjóranum í Reykjavík sem miklum sigri að ekki megi reisa Bitruvirkjun.

En ég vildi hér fá að benda á stórmerkilegt komment Barða Barðasonar, en hann lýsir held ég ágætlega hvað sé í raun og veru í gangi.

Hann segir í kommenti hjá Agli:

 

"Lásuð þið ekki draumalandið !

Álver eru slæm af því að ál er notað í vopn.

Bíð spenntur eftir því að fólk fari að berjast gegn kartöfluræktun vegna þess að sumar kartöflur enda sem franskar kartöflur."

 

Og sjórinn...

Þetta sama er að gerast á sjónum. Það má ekki veiða hvali, þó þeir borði meiri fisk en mennirnir veiða. Það má heldur ekki veiða seli, sem borða um það bil sama magn eða meira af fiski og maðurin veiðir. Og síðan eru menn hissa á því, þegar þessar skepnur hafa fjölgað sér gríðarlega, að fiskurinn sé að verða uppurinn í sjónum og vilja nú sumir fara að banna veiðar á þorski og mörgum helstu nytjastofnum, amk á afmörkuðum svæðum. (sjá t.d. www.arcamar.is)

Þetta er ekki flókið: fækkum hvölum og selum, og fiskistofnarnir rétta úr kútnum. Hvað er svona erfitt að skilja í þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband