Kaþólikkar dissa Símann

Í sjálfu sér skilur maður kaþólikka; það er afar sárt að láta minna sig svona á slæma fortíð, ekki síst af manni sem starfaði víst hjá kirkjunni við bóksölu eða eitthvað slíkt í fyrra, Gnarraranum.

Persónulega finnst mér þessi auglýsing bæði smekklaus og leiðinleg; en vísast af öðrum ástæðum en sumir kaþólikkar amk, þ.e. út frá sagnfræðilegum forsendum. Greinilegt að Síminn á nægan pening úr því ok er að eyða milljónunum í svona vitleysu.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Það fer hrollur um mig þegar ég horfi á þessa auglýsingu. Veit ekki hvers vegna.

Við auðvita verðum að þola einhverjar sneiðar. Okkur finnst fáránlegt að Múslímar skuli verða brjálaðir að það séu teiknaðar myndir af leiðtoga þeirra og afleiðingar gjörða þeirra út af teikningum eru mjög alvarlegar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Þessi auglýsing á 3-D símanum er að mínu mati, bæði sniðug og skemmtileg. Ef kaþólikkar eru fúlir út í þessa auglýsingu, þá geta allir þeir sem eru andfúlir vera illir út í Ópal augýsinguna og hóta að kaupa aldrei vörur frá Ópal framleiðendunum o.s.frv.

Hinsvegar þá virðist hún vera alltof dýr, allt of margir leikarar, það vantar bara Charlton Heston ameríska (Biblíu-kvikmynd-leikarann sem var aðalstjarnarn í öllum stóru Biblíusögumyndunum, [það var hann sem virtist alltaf vera að rembast við að kúka]) til að gera útslagið með þá vitleysu.

Það er bara eitt, auglýsingin er sýnd alltof oft, sama hvað hún er sniðug og skemmtileg, þá er hún leiðigjörn eftir skamman tíma.

Bestu, skemmtilegustu, ódýrustu og minnst leiðigjörnu auglýsingarnar, sem hægt er að horfa á aftur og aftur - og skila sér sem söluauglýsingar - tel ég vera; THULE, FLÜGGER, ÓPAL, FETA, nokkrar mjólkurafurða-auglýsingar frá  MJÓLKURSAMSÖLUNNI, og svo örfáar aðrar sem ég man ekki í fljótu bragði.

Mér datt þetta sisona í hug.

Bless, Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, ég fatta að vísu ekki snilldina, menn geta alveg eins látið Kólumbus finna Ameríku aftur með hjálp gervitungla. Og alltof dýrt dæmi og, eins og þú segir, kemur allt of oft fyrir.

Snorri Bergz, 5.6.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband