Pyntingar

Ég skil hvað vinstrigræningjar eru að væla um pyntingar. Þeir hafa nú pyntað landsmenn með málþófi og nöldri úr ræðustóli Alþingis, svo ekki sé talað um að siga Jóni Bjarnasyni á þjóðina.

Það er vissulega meiri líkamsþjáning að fá á sig vatnspyntingu en ræðuhöld, en hinn líkamlegri sársauki hverfur fljótlega eftir að pyntingum lýkur, en andlegi sársaukinn af ræðum JB og annarra snillinga vinstrigrænna getur varað í marga mánuði.


mbl.is Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þokkalega ósmekkleg samlíking hjá þér Snorri. Heldur þú að vatnspyntingar hafi ekki einnig andlegan sársauka á fólk sem þeim er beitt á?

Ég lít ekki á skrif þín sem pyntingar enda ræð ég hvort ég les þetta eða ekki. Það gildir því miður ekki um fórnarlömb pyntinga bandaríkjastjórnar, oft blásaklaust fólk. Þú ræður líka hvað þú hlustar á eða lest vona ég. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.5.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir

Ja, kannski too much, en þetta var að hluta til tilraun til að vera ósmekklegur. Ég er nefnilega enn að ná mér andlega eftir að hafa hlustað á félaga þinn Jón Bjarnason nú í vikunni. En að vísu hafið þið líka bestu ræðumenn landsins, en það er stundum erfitt að sitja undir ræðu sumra án verkjalyfja.

En merkilegur punktur hjá þér þarna: ég ræð því hvort ég hlusta á Jón Bjarna eins og þú ræður hvort þú lest þetta hjá mér. Ég verð að fara að slökkva þegar Jón birtist...og sumir aðrir, fólk í öllum flokkum.

En ég hef nú sjálfur þurft að þola ýmislegt frá Bandaríkjastjórn...:) Þú hlýtur að hafa lesið það. Þannig að ég yrði meðal síðustu manna til að styðja pyntingar og tel þessa framkomu Kananna ljótan blett á lýðræðisríkjum heims. En ég tel líka að sósíalistar verði þá líka að vekja athygli á pyntingum vinaríkja þeirra, víða um heim.

Annað er marklaust.

En þar liggur sveðjan í nautinu eða hnífurinn í kúnni. Ég man ekki eftir miklum mótmælum sósíalista yfir mannréttindabrotum og pyntingum vinaríkja ykkar.

Bestu kveðjur á móti

SGB

Snorri Bergz, 30.5.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Vááá, ég hélt ég myndi aldrei sjá neinn gera grín að pyntingum sem fólk í dag er beitt. Til hamingju Sneott, þú komst umræðunni yfir á algjörlega nýtt stig í smekkleysi.

Varðandi ræður Vinstri Grænna á alþingi þá get ég ekki hjálpað þér. Sannleikurinn er sár, sérstaklega fyrir sjálfsóknarmenn þegar kemur að uppgjörinu.

Ísleifur Egill Hjaltason, 30.5.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er ekki að gera grín að pyntingum, ég er að gera grín að þessum leikaraskap vinstri grænna.

Snorri Bergz, 30.5.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband