40 ár til hægri

haegriJæja, 40 ár frá þeim merka tíma, þegar landsmenn skiptu yfir í hægri umferð. Sú breyting hefur reynst vel, enda jafnan breyting til batnaðar þegar vinstri sinnar færa sig yfir til hægri. Bretar og fylgihnettir þeirra keyra þó ennþá vinstra megin, en kannski það breytist amk á eylandinu þegar Íhaldsflokkurinn kemst til valda í næstu kosningum og kemur hálf-vinstra liðinu frá völdum.

Þegar ég bjó í Englandi varð ég að nota smá aulahúmor á þennan mismun á hægri og vinstri, og smá lingústík. Til að mynda seig hressilega í enska ungfrú, sem ég átti þá töluvert vingott við, þegar ég sagði að við Íslendingar færum ferða okkar keyrandi "on the "ræt" side of the road". Nú, hún taldi vitaskuld að þar hefði ég átt við "réttu megin" og innst inni gerði ég það, en gleymdi skamma stund að "ræt" getur einnig þýtt "hægra megin". Ótrúlega gaman að djóka aðeins í Tjöllunum með allskonar aulahúmor.

Það þarf varla að taka fram að við hættum saman skömmu síðar. Ég á því góðar minningar frá hægri umferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Pólitíkin er eins og umferðin; Sá sem er hægra megin við þig á alltaf réttinn... nema í hringtorgi... þar snúast menn í hringi og þar ráða mennirnir vinstramegin

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ahhh..hlýtur að vera hægt að orða þetta betur, en hugmyndin er góð engu að síður

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband