Glæsilegt!

Jæja, mínir menn að standa sig. Loksins fer þetta að líta út betur; enda liðið orðið ágætt (þó maður hefði viljað hafa Kristján Hauksson áfram (haha, hann fór svo bara í FJölni, á láni frá Val, hefði getað verið áfram í Safamýrarholtinu)) og góður þjálfari loksins, eftir marga mismunandi á síðustu árum.

Snilld að losna við Sækó og fá Akureyringinn knáa í staðinn. Hann hefði bara átt að koma í fyrra. Þegar ég var í námi í Englandi 1992-93 kynntist ég Nottingham náunga, sem bjó rétt hjá mér. Hann hafði mynd af Þorvaldi uppi á vegg hjá sér og heiðraði mig sérstaklega fyrir að vera af sama ætterni.

Kannski bláir Reykvíkingar fari að gera slíkt hið sama.

Og vonandi losnum við FRAMarar algjörlega við fallbaráttunna þetta árið.

Áfram FRAM.


mbl.is Öruggur sigur Framara í Árbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband