Kemur ekki á óvart

Þetta kemur mér ekki á óvart, því miður, miðað við aksturslag egypskra rútubílstjóra á Sínaískaga. Þar er ekið verulega greitt, formlega í því skyni að takmarka hættu á árásum hryðjuverkamann á hina erlendu ferðamenn.

Þegar ég fór forðum yfir Sínaískaga í rútu voru 5 rútur saman og löggan fremst, í miðju og aftast. Ef ég man rétt var ekið á 130 km hraða og var mér um og ó, en alltof þyrstur og að kafna úr hita, svo ég reyndi bara að sofna á meðan eins og aðrir.

En þetta kemur mér semsagt ekki á óvart.


mbl.is Erlendir ferðamenn létust í rútuslysi í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband