Líklega ákærður?

Auðvitað verður maðurinn ákærður. Annars væri út í hött, því þá hefði skapast fordæmi.
mbl.is Líklega ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ráðhildur

Auðvita á að ákæra alla þá sem brjóta af sér í þessum málum, en er þá lögreglan ekki búin að brjóta af sér líka? og á ekki að ákæra hana?

Ráðhildur, 25.4.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sósa: Hvernig braut lögreglan af sér? Braut hún lög?

Guðmundur: Ja, það ætti að vera lögreglustjóri, því það er ekki aðeins verið að ráðast á einstakan löggumann, heldur lögregluna sem slíka. Og þegar ráðist er á embættismann við skyldustörf er þetta sjálfkrafa orðið mál ríkisins.

Snorri Bergz, 25.4.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Ráðhildur

Með því að misþyrma ungum manni í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu. Með því að sprauta meisi á saklausa áhorfendur:-) Með því að missa stjórn á sér.

Ráðhildur, 25.4.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Krummi

Það sem þér kann að sýnast misþyrming á manni af völdum lögreglunar þarf ekki að vera rétt.  Það gengur náttúrulega töluvert á við að handtaka fullorðinn mann sem ekki vill láta handtaka sig. Allar aðferðir lögreglu eru viðurkenndar aðferðir og eru notaðar af lögreglu út um allan heim. Mér þætti gaman að sjá þig reyna að hemja brjálaðan einstakling sem er fullur af adrenalíni.

Krummi, 25.4.2008 kl. 13:12

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki undir lögreglumanninum komið hvort maðurinn verði kærður eða ekki. Líkamsárás sem leiðir til sjáanlegra áverka, s.s. beinbrot eða opið sár, fer sjálfkrafa í kæru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 13:42

6 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

lögreglan var búin að vara við að fólk kæmi nálægt...... þá myndi verða spreyjað!! hvað var annars þessi maður að spá?? er hann eitthvað pínu þroskaheftur?? ekki illa meint

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Snorri Bergz

Sósa. Úff, jæja, hafði þína skoðun fyrir mér. En hvað myndirðu gera ef einhver brytist inn til þín?

Snorri Bergz, 25.4.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: Ráðhildur

Ég sé ekki að það sé skylt þessu máli. Ef einhver brytist inn til mín væri hann að brjóta lög með því að brjótast inn á mitt persónulega svæði. En það er málfrelsi á íslandi og fólk hlítur að meiga fylgjast með gangi mála. Sáu þið þessa útsendingu? Hvað myndir þú gera ef þetta hefði verið sonur þinn? Hvað myndir þú gera sjálfur í þessum aðstæðum? Þetta var bara eins og einhvert skemmtiatriði.  Ég veit vel að lögreglan þarf í sumum aðstæðum að beita valdi við handtökur. En við vitum líka að til eru menn sem ekki kunna að fara með slíkt vald!

Ráðhildur, 25.4.2008 kl. 18:29

9 Smámynd: Snorri Bergz

Lögbrot er lögbrot. Almennir borgarar eiga að hlýða lögreglunni. Það gerðu þessir dúddar ekki.

Snorri Bergz, 25.4.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband