Rússar einangrast

Jæja, nú er svo komið að mörg fyrrum ríki Sovétríkjanna og Austurblokkarinnar eru að streyma í faðm NATO. Rússar hafa nú fengið NATO nánast upp að bæjardyrunum, ef þetta gengur eftir. Ég er viss um að Pútín er ókátur núna  og hvað hann heitir, brúðan sem Pútín setti í forsetastólinn til málamynda.

En hvaða áhrif hefur þetta?

Maður veit auðvitað ekki, en það kæmi ekki á óvart þó þeir myndu nú leita á fornar slóðir og efla samskiptin við óvini Bandaríkjanna, t.d. Íran, Sýrland og önnur vafasöm ríki í næsta nágrenni. Maður veit hreinlega aldrei hvað ríki með stórveldakomplexa gerir, þegar það er komið með bakið upp að veggnum.


mbl.is Úkraína fékk tryggingu fyrir aðild að Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband