Strákarnir,græjurnar, svínin og sólskinið.

!cid_A270D584-64EC-499F-869B-E5613716511DÆjá, hún yljar manni sólin á þessum langa föstudegi. Hann er vissulega langur í mínum huga, enda vaknaði ég eldsnemma í morgun og var kominn á skrifstofuna um sex leytið í morgun. Ég ætlaði að vera duglegur og fara langt með að klára ákveðið verkefni, en minna hefur nú orðið um efndir. Ég verð þá bara að taka morgundaginn í þetta og síðan annan í páskum...

Æjá, gerist voðalega lítið. Ég brallaði smá með Uglunni í dag. Uglan verulega solid og er að fara að undirbúa veiðigræjurnar fyrir sumarið. En Þingvallavatn er enn frosið... Og síðan kom Hinrik áttundi líka við sögu í dag...Hann lánaði mér ákveðna græju, sem ég varð að prófa, úr því hún var á lausu. Og við Uglan skiptum á græjum, þ.e. ég reddaði honum og hann reddaði mér. Og báðir græða...


Og klukkan að verða sex. Ég hef eiginlega ekkert gert af viti síðan um ellefu leytið.

Og sólin skín í heiði. Loksins er komið vor. Ég lít hér út um gluggann og horfi yfir Esjuna. Ekkert er fegurra á Íslandi amk en vorkvöld í Reykjavík.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband