Eru Moggamenn gjörsamlega búnir að missa glóruna? Enn ein fáránlegu mistökin

 Ok, svo segir í fréttinni:

"Þrjátíu og sex manns létust í sjálfsmorðárás nærri helgiskríni í Shiite í miðborg Karbala í Írak sl. mánudag."

Ok, ég er kannski orðinn ruglaður, en í dag, þegar fréttin birtist, er mánudagur. Gerðist þetta fyrir viku, eða kunna Moggamenn ekki á dagatal?

Þar fyrir utan er "shiite" hvorki borg né borgarhverfi, heldur enska orðið yfir "sjía / shía" sem er önnur helsta grein íslams. Shiite er semsagt sjíti eða sjíi, sá sem tilheyrir shía/sjía íslam. En Karbala er semsagt helg borg í sjía íslam, og tengir sjíta aftur við afkomendur spámannsins og píslarvætti þeirra. Ætli Moggamenn viti nokkuð hverjir þeir Ali og Hussein voru? 

Og undir myndinni stendur: "Shiite, hin heilaga borg Karbala eftir sprengjuárás"

Common, hvurslagt fréttamennska er þetta. Kunna menn hvorki sögu né landafræði þarna á Mogganum? Og því miður er þetta orðið merkilega algengt.

En vonandi verður þetta rugl lagað sem fyrst áður...

...en Íranir senda sjálfsmorðssprengjumenn hingað til að láta gossa á Hádegismóa.
mbl.is 36 manns létust í sjálfsmorðárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Snorri minn. Hann Ari bloggvinur minn var að blogga um stúlkuna sem slasaðist í Bitrufirði. Hún lenti í samstuði og meiddist en Morgunblaðsmenn skrifuðu samstaða. Dálítið ólíkt.

Ég held að það sé samstaða hjá okkur mörgum að fréttamenn þyrftu að læra íslenskuna örlítið betur.  Þúi varst heppinn að fá ekki stelpurnar í heimsókn sem skömmuðu hann fyrir að vera að setja út á skrifin hjá fréttamönnum og sögðu að skrifin hans væru einsleit og flaustursleg.

http://sabroe.blog.is/blog/sabroe/entry/476275/#comments

Kannski að þær heimsæki þig næst og skammi þig. Þú hlýtur að fíla í botn ef dömurnar heimsækja þig. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband