Bensínokrið

Ekki nóg með að ríkið hirði helming verðsins þá má enginn hnerra í útlöndum án þess að bensín hækki hér.


Runólfur í FÍB segir:

 

"Að mati Runólfs var brugðist óeðlilega fljótt við gengisbreytingu  og verð á bensíni og olíu hækkað, sérstaklega í ljósi þess olíumarkaðurinn var strax aðeins farinn að ganga til baka. „Þeir voru full bráðir á sér. Það hefði verið eðlilegt að bíða og sjá hvernig þróunin hefði verið í lok dags,“ sagði hann í samtali við mbl.is."

 

Ég held, og mig grunar að flestir séu sammála mér, að þegar verð á bensíni hækkar í útlöndum (beint eða vegna gengis), þá hækkar verð á bensíni í smásölu hér nánast samstundis. En þegar verð lækkar í útlöndum tekur það töluverðan tíma að lækka hér á landi. Þannig moka bensínfyrirtækin inn milljónum...

...eða ég veit amk ekki betur.


mbl.is Ótrúlega dýr dropi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Mikið rétt, þeir lækka ekki jafnfljót það er alveg á hreinu.

Reynir W Lord, 17.3.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Ingimundur G. Níelsson

Heyrði einmitt viðtal við einhvern innlendan olíumógúlinn fyrir einhverjum vikum. Þá var honum einmitt bent á lækkun olíuverðs erlendis. Þá voru svörin á þann vegin að verið væri að athuga "rými" til lækkunar. Gott ef verðið hafi ekki haggast niður um krónu einhverjum dögum síðar.

Hinsvegar eru þeir ekki lengi að hoppa inn á "verðbreytingatölvuna" til að pikka inn hækkun ef einhver svo lítið sem hnerrar á alheimsverð á olíu eða brothættu krónuna okkar. :(

 (kannski þyrfti bara að hreinsa lyklaborðið á tölvunni til fá mínusinn til að virka ;-))

Ingimundur G. Níelsson, 17.3.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: poolari87

þess má geta, nú hafa ao hækkað og er því bara eitt fyrirtæki sem ekki hefur gert það, ætti ekki að verðlauna það fyrir að ekki vera hækka, að allir versluðu við það, og slepptu að versla við hin í nokkra daga, sé enga ástæðu það ætti ekki að vera hægt. einhver þarf að fara tala okkur íslendinga til, við fáum okkar ekki framgengt nema gera einhvað annað en bara tala um hlutina!!

 svo annað sem maður skilur ekki, bensin hækkar og hækkar, hví í andsk****** lækkar það ekki þegar heimsmarkarsverð fellur niður??

kallarnir segja bensín hækki gagnvart dollaranum, svo einn daginn er ekki hækkað gagnvart dollara, svo leið og dollari á olíu hækkar, og slíkt, þá breytist allt.. eru þetta olífélögin eða er ríkistjórnin sem hækka skatt á olíufélögin og því hækka þau, og þau eru þau sem bölvað er hægri vinstri og sitja uppi með skammirnar?

En ég vil við íslendingar látum nú fara segja nú sé nóg komið!! og það getur bara ekki verið ég sé einn um þá skoðun, bara trúi því ekki!!

poolari87, 18.3.2008 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband