10 milljónir í bætur

Ég er nú alveg hissa. Erum við að fara að verða eins og t.d. Kanar og Tjallar, sem setja svimandi háar bætur fyrir tiltölulega lítilvægleg atvik.

Stúlkur sem verða fyrir nauðgun fá kannski nokkra hundrað þúsund kalla; en síðan eru 10 millur fyrir að skapa hausverk. Auðvitað er ég ekki að mæla svona hegðun bót, en hlutfallslega er þessi dómur frekar strangur á miðað við aðrar sektargreiðslur hin síðari ár.
mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Þetta þykir mér þungur dómur,það er ekki mjög líklegt að móðirin geti hrist 10 millur fram úr erminni..     

Erna, 14.3.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, hvað ætli ég ætti rétt á fyrir hausverkinn minn? 20 millur?

Snorri Bergz, 14.3.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þetta er auðvitað alveg út úr korti. Fá ekki fórnarlömb nauðgana nokkur hundruð þúsund í bætur? Hvað fá fórnarlömb barnanýðinga? Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta þetta.

Guðmundur Auðunsson, 14.3.2008 kl. 14:29

4 identicon

Eins og þú veist þá er ekki verið að greiða 10 milljónir fyrir "hausverk".  Það er verið að greiða viðkomandi fyrir 25% örorku sem viðkomandi mun búa við til lengri tíma.

Auk þess má fólk hætta að bera þetta saman við ofbeldisbrot.  Óréttlæti á einum stað þýðir ekki að óréttlæti eigi að ríkja allsstaðar. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband