Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó

í Noregi og Svíþjóð....eða annars staðar. Nóg komið hér í bili. Málið dautt.

Thank you very much for this program.


mbl.is Snjókoma og él á landinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Snorri. Það var leiðindarveður hér í gær og það er kominn snjór en ég hef oft séð meira í gegnum öll mín ár  Það eru alltaf umhleypingar og nýlega var búið að snjóa og það var svo heillandi en þá kom hláka. Vonandi fær snjórinn  að vera til friðs í einhveja daga því börnin kunna að meta snjóinn. Þegar ég var krakki þá var snjórinn til friðs í marga mánuði og man ég að ég fór oft ekki inn fyrr en allt var komið í vitleysu hjá mér. Komin með naglakul en snjórinn heillaði svo mikið og svo fékk ég að kenna á því loksins þegar ég kom mér inn. Við faðir minn búum í tveggja hæða húsi og ég man eftir að við gátum séð inn um stofugluggann á efri hæðinni. Þá leigði frændi okkar hjá okkur og hann þurfti að fá að ganga um uppi til að geta komist í vinnu

Árið 1978 fórum við systkinin á mót í Kirkjulækjarkoti sem var haldið 17 júní. Við þurftum að fara lengstu leið fyrir Melrakkasléttu. Í Bakkafirði voru svaka snjóruðningar. Vopnafjarðarheiði var opnuð í byrjun júlí og Hellisheiði um miðjan júlí og svo snjóaði þar fljótlega og Hellisheiði lokaðis aftur. Hugsaðu þér hvað þetta var hallærislegt með samgöngur hér og það eru bara 30 ár síðan. Vopnafjarðarheið var ekki rudd fyrr en í byrjun júlí en nú er hún rudd liggur við á hverjum degi ef snjóar.  Þemað á blogginu hjá mér passar alveg að ég er sveitapenni á hjara veraldar en það var einn bloggvinur minn sem sagði að ég væri eðal sveitapenni og mér fannst þetta virkilega fyndið og notaði sem þema.

Við heyrumst á blogginu. Kær kveðja/Rósa  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband