Er þetta nauðsynlegt?

Ég hringi afar lítið í eða úr GSM. Samt er maður að greiða svimandi upphæðir fyrir þetta í hverjum mánuði.

Ég fatta ekki ástæður þessarar hækkunar. Getur einhver úrskýrt málið? Er Vodafone kannski að borga fyrir hinar viðamiklu auglýsingar sínar undanfarið?
mbl.is Vodafone hækkar verð á símtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já, já, þetta er bráðnauðsynlegt eins og nærri má geta við hinar séríslensku aðstæður. Nú hefur símanotkun verið að lækka í verði um allan heim og ekki síst í Evrópu sem auðvitað þýðir það að nauðsynlegt er að hækka verðið hér. Þetta er eins og með olíu- og bensínverðið; þegar verðið hækkar á heimsmarkaði hækkar það á sömu sekúndu hér á landi og svo þegar það lækkar aftur á heimsmarkaði stendur verðið ýmist í stað hér á landi eða hækkar (sem olíuglæpafélögin kalla raunlækkun því annars hefði hækkunin orðið meiri) og Atlantsolía gefur gömlu glæpafélögunum ekkert eftir í verðlagningunni.

corvus corax, 3.3.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband