Jæja, leiðrétting komin

Er þetta ekki sama fréttin og áður hét: "Ísraelar hörfa frá Gasa", þ.e. þeir voru hraktir til baka. En ljóst var alveg frá upphafi að Ísraelsher fór sjálfviljuglega til baka. Núverandi titill: "Ísraelar yfirgefa Gaza" er strax betra.

En maður undrar sig á, hvaða stuðull er á fréttaflutningi mbl.is, annars vegar hvað snertir kunnáttu í íslensku og hæfni til að tjá sig á móðurmáli sínu, og hins vegar almenna þekkingu og vitneskju um hlutleysisreglur fréttamanna.

Bráðum hætta menn alfarið að taka mark á mbl.is, enda er fréttaflutningurinn á www.visir.is orðinn miklu betri. Fréttir birtast þar á undan mbl.is að öllu jöfnu, skrifin vandaðri og betri, og jafnvel málefnalegri.


Amk: Mogginn veldur vonbrigðum með fúsk-vinnubrögðum sínum hvað eftir annað, aftur og aftur og endalaust.


En hér í den var Mogginn vel skrifaður. Hvers vegna lækkuðu kröfurnar? EÐa gilda önnur lögmál fyrir vefútgáfu Moggans?


mbl.is Ísraelar yfirgefa Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggaði svipað. Er þetta bara sljóleiki?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er orðið eiginlega gegnumgangandi á Mogganum. Og menn fá borgað fyrir þessi vinnubrögð.

Snorri Bergz, 3.3.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband