We are the Champions!! Íslandsmeistarar

TRTaflfélag Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti skákfélaga 2008. Við erum því Íslandsmeistarar!!!

En naumt var það. TR mætti Helli í síðustu umferð og þurfti 3,5 af átta. Ég skipti sjálfum mér og hinum efnilega Degi Arngrímssyni úr liðinu og í stað okkar komu stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson.

En ekki byrjaði þetta vel. Mér leist illa á stöðurnar og um tíma leit út fyrir að Hellir myndi taka þetta amk 5-3 og tryggja sér þannig sigur í mótinu. En jaxlarnir í TR sýndu seiglu og höfðu þetta, unnu 4,5 - 3,5.

TRb sveit komst upp úr 2. deild og telfir í 1. deild að ári.


Liðsstjórar TR sveitanna voru:

A-b sveitir: Óttar Felix Hauksson (fyrri hluti), Snorri G. Bergsson (seinni hluti)
C-d sveitir: Kristján Örn Elíasson
E-f sveitir: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Áfram TR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með þetta Snorri.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband