Eurovision

Jæja, þetta var svosem ágætt. Upphaflega hélt ég með Hóhóhó laginu, en var farinn að fá nóg af showinu í kringum lagið í fjölmiðlum. Líkaði best við sigurlagið, lag Guðmundar Jónssonar, í flutningi Páls Rósinkranz, en einnig köntrí Magga Eiríks.


Mér fannst lag dr. Gunna lélegt Eurovisionlag af einhverjum ástæðum. Kannski finnst mér það bara ekki passa í þetta...eða kannski Eurovision ramminn skakkur. En persónulega hefði ég aldrei kosið þá.


En a.m.k. get ég alveg sætt mig við þetta. En strákar og stelpur í Eurobandinu. Vantar ekki einhvern til að vera ykkur innan handar þarna í Belgrað? Vanan mann? Wink


100_0164Hvað er flottara en að fara í gamla tyrkneska virkið að kvöldi til, það sem stendur á mótum þriggja fljóta, sem koma þar saman af fullu afli? Þetta er eitt af því sem vissulega er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.

(Hér er ég með serbneskum skákmanni, Ivan, í virkinu fræga, við fallbyssuna.)
mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Já enn og aftur erum við sammála...

 Ho Ho Ho var jafn þreytt og ef sjálfur jólasveinninn væri ennþá á sveimi að syngja sinn söng... 

Lagið gott en brandarinn löngu búinn og eftir stóð bara þjóð sem horfði uppá kjána sem gera allt til að vinna... (KFC, sjónvarpsmiðstöðin) 

 Eurobandið á þetta skilið enda ekki að ástæðulausu að Örlygur Smári hafi átt fjölmörg af vinsælustu lögum undanfarið á íslandi

Stefán Þór Steindórsson, 24.2.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband