Maður missti af fjörinu!

Það er aldeilis fjörið í Belgrað núna. Og ég missti af því.

Desember 2007 008Ég var reyndar að spá í Belgrað á þessum tíma; mér var boðið á sterkt skákmót sem nú fer fram þarna í Belgrað, rétt hjá sendiráði Bandaríkjanna. Ef ég man rétt, er það ekki auðvarið. Síðast þegar ég ók þarna framhjá, sá ég bara einn vörð fyrir utan. Óvenjulegt fyrir bandarísk sendiráð.

En jæja, ég hefði getað fylgst með fjörinu, hefði ég ákveðið að þiggja hið góða boð, reyndar ásamt Robba Lagerman, en við förum gjarnan á skákmót í Serbíu. (Mynd tekin í Belgrað fyrir 3 mánuðum tæpum)

En ég sit bara heima og fylgist með úr fjarlægð. Það er kannski bara betra.
mbl.is Sendiráðsmenn yfirgefa Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband