Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Minjar frá elstu byggð Egyptalands
Ef ég man rétt, frá þeim árum þegar maður las fornaldarsögu, var elsta þekkta byggðin í Egyptalandi á Faiyum svæðinu, nokkuð vestur af núverandi Kairó. Þarna var stöðuvatn og nokkur gróður. Byggð var þarna töluverð og, að því að sumir telja, fyrsta skipulagða borg í heimi, en hefur vísast verið reist á svipuðum tíma og fyrstu borgirnar í Súmer og á því svæði, þar sem nú er Kúveit og suðurhluti Íraks.
(Faiyum þarna í suðvestur frá Kairó, við stöðuvatnið á myndinni)
Það ku hafa verið þarna, sem þéttbýlismyndun varð skipulögð að einhverju ráði og menn hófu að skipuleggja sig með nýju móti, en áður voru menn hirðingar og flökkuðu um. Eins og ég sagði að framan er erfitt að átta sig á hvort föst búseta hófst fyrr í Faiyum eða Súmer, en það skiptir e.t.v. engu stórmáli.
Ég skal viðurkenna, að ég er farinn að gleyma, en mig minnir að það hafi verið sjálf móðirin, Níl, sem ákvað að lækka aðeins rostann í börnunum sínum í Faiyum. Aur og leðja sem fljótið mikla bar með sér, ku hafa stíflað rennsli og smám saman minnkað vatnið í Faiyum og þar með búsetumöguleikar. EKki síst átti þetta við um flóðin.
(Viðbót: Verið getur að mig misminni. Fór að pæla í þessu aðeins og verið getur að flóðin í Níl hafi verið óvenjumikil, svo fljótið hafi brotið sér leið inn í Faiyum og skilið eftir sig rústir. EN ég veit fyrir víst að það voru flóðin í Níl sem skemmdu afkomumöguleika íbúanna þarna...)
Þetta gerðist þó smám saman, en vegna flóðanna lokaðist semsagt rennsli til Faiyum og íbúar þar urðu undir í baráttunni við náttúruöflin. Þeir ku hafa flutt sig til Nílarbakka, en leðjan og moldin sem fljótið bar með sér frá fjöllum, var víst ágætis áburður, svo þegar sjatnaði í ánni varð jarðvegurinn aftur frjósamur vegna næringaefna og vatns, sem eftir varð í jörðinni.
Stórveldistími Faiyum var liðinn, en þarna bjuggu þó einhverjir áfram og síðar átti þetta svæði góðar og glaðar stundir, en ekkert í líkingu við það sem var, þegar gullöld þessa staðar átti sér stað, þegar í upphafi, þegar menn tóku að koma sér upp fastri búsetu, reisa áveitur og rækta landið sér til viðurværis, og halda húsdýr.
Nú er svosem ekki mikið að sjá þarna, og þó. Þegar ég fór til Egyptalands mátti ég ekki vera að því að heimsækja þennan stað -- vissi varla af honum þá! En næst þegar ég fer þarna suðureftir stefni ég að því að heimsækja hann, þó ekki sé nema til að kíkja á píramídann þar. (Og ég veit ekkert hvort þessi sé eldri eða yngri en t.d. þeir í Gísa).
Úff, ég er kominn með alvarleg fráhvarfseinkenni. Miðausturlönd kalla...
(Viðbót: bætti við link á umfjöllun í Wikipediu...vona að ég sé að linka á réttan stað!)
(Faiyum þarna í suðvestur frá Kairó, við stöðuvatnið á myndinni)
Það ku hafa verið þarna, sem þéttbýlismyndun varð skipulögð að einhverju ráði og menn hófu að skipuleggja sig með nýju móti, en áður voru menn hirðingar og flökkuðu um. Eins og ég sagði að framan er erfitt að átta sig á hvort föst búseta hófst fyrr í Faiyum eða Súmer, en það skiptir e.t.v. engu stórmáli.
Ég skal viðurkenna, að ég er farinn að gleyma, en mig minnir að það hafi verið sjálf móðirin, Níl, sem ákvað að lækka aðeins rostann í börnunum sínum í Faiyum. Aur og leðja sem fljótið mikla bar með sér, ku hafa stíflað rennsli og smám saman minnkað vatnið í Faiyum og þar með búsetumöguleikar. EKki síst átti þetta við um flóðin.
(Viðbót: Verið getur að mig misminni. Fór að pæla í þessu aðeins og verið getur að flóðin í Níl hafi verið óvenjumikil, svo fljótið hafi brotið sér leið inn í Faiyum og skilið eftir sig rústir. EN ég veit fyrir víst að það voru flóðin í Níl sem skemmdu afkomumöguleika íbúanna þarna...)
Þetta gerðist þó smám saman, en vegna flóðanna lokaðist semsagt rennsli til Faiyum og íbúar þar urðu undir í baráttunni við náttúruöflin. Þeir ku hafa flutt sig til Nílarbakka, en leðjan og moldin sem fljótið bar með sér frá fjöllum, var víst ágætis áburður, svo þegar sjatnaði í ánni varð jarðvegurinn aftur frjósamur vegna næringaefna og vatns, sem eftir varð í jörðinni.
Stórveldistími Faiyum var liðinn, en þarna bjuggu þó einhverjir áfram og síðar átti þetta svæði góðar og glaðar stundir, en ekkert í líkingu við það sem var, þegar gullöld þessa staðar átti sér stað, þegar í upphafi, þegar menn tóku að koma sér upp fastri búsetu, reisa áveitur og rækta landið sér til viðurværis, og halda húsdýr.
Nú er svosem ekki mikið að sjá þarna, og þó. Þegar ég fór til Egyptalands mátti ég ekki vera að því að heimsækja þennan stað -- vissi varla af honum þá! En næst þegar ég fer þarna suðureftir stefni ég að því að heimsækja hann, þó ekki sé nema til að kíkja á píramídann þar. (Og ég veit ekkert hvort þessi sé eldri eða yngri en t.d. þeir í Gísa).
Úff, ég er kominn með alvarleg fráhvarfseinkenni. Miðausturlönd kalla...
(Viðbót: bætti við link á umfjöllun í Wikipediu...vona að ég sé að linka á réttan stað!)
7.000 ára borgarrústir finnast í Egyptalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fróðlegt blogg.
Calvín, 30.1.2008 kl. 12:58
Gaman að lesa þessa færslu. Mig hefur alltaf langað til að fara og skoða píramída, eitthvað svo romo.
Sporðdrekinn, 30.1.2008 kl. 19:40
Jamm, mér fannst það í den. Fórum fjögur saman til Egypalands og píramídarnir voru hápunktur ferðarinnar, svona fyrir utan rómó bátssiglingu á Níl...
En kárna tók nú gamanið þegar maður var í þröngum gangi á leið inn í píró, og Ameríkani með 3 björgunarbelti um sig miðjan kom á móti. Ég hélt að þetta yrði mitt síðasta.
Frábært samt...ótrúlega gaman að koma til Gísa.
Snorri Bergz, 30.1.2008 kl. 20:50
Það hefur farið fornleifafræðingur forgörðum í þér, eða kannski varstu faraó í fyrra lífi? Hvar er múmían?
Næst þegar Ingibjörg Sólguð Gísladóttir fer til Egyptalands ætti hún að hafa þig með í för.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.1.2008 kl. 22:03
Kallaðu mig bara Tutankbergz.
Hefurðu ekki komið í egypska safnið í Kairó Villi?
Snorri Bergz, 30.1.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.