Spaugstofan

spaugSpaugstofan hefur jafnan haft þá stefnu að gera grín að stjórnvöldum. En að baki gríninu er ádeila. Það er öllum ljóst, að ég tel.

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar hafa lengstum orðið fyrir barðinu á Spaugstofumönnum. Sérstaklega hafa Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson "setið fyrir" í þáttum þeirra og stundum hefur grínið verið óvægið á þeirra kostnað.

Útskýring Spaugstofumanna hefur jafnan verið á þá lund, að stjórnvöldin hverju sinni verði fyrir þessu. Þeir velji ekki ríkisstjórnir heldur þjóðin.

En nú er svo komið, að Samfylkingin hefur verið í ríkisstjórn frá því í sumar. Hluti Spaugstofunnar amk er á málum hjá þeim flokki, en lítið hefur borið á gríni t.d. í Ingibjörgu Sólrúnu eða öðrum forkólfum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn (eða borgarstjórn) og þá frekar meinleysislegt.

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér, hvort Spaugstofumenn séu að taka tillit til eigin pólítískra skoðana og láti frekar "vaða" á "hina", þ.e. aðra en Samfylkingarmenn.

Kannski gera þeir það ekki meðvitað, en þá er það ómeðvitað. Þetta gerir það að verkum, að ég ætla að hætta að horfa á Spaugstofuna, sem mér virðist vera ríkisstyrktur grínflokkur jafnaðarmanna. Og ég sem hef verið meðal áköfustu aðdáenda þeirra alveg frá upphafi og held ég á heima séu til flestir þættir Spaugstofunnar (uppteknir á spólu) frá upphafi og fram á það síðasta.

En nú er nóg komið.

Ég myndi ekki sakna þeirra af skjánum.
mbl.is Spaugstofan sér ekki eftir neinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Ég held nú að þetta hafi ekkert með Samfylkinguna að gera. Spaugstofan er bara orðin svo léleg að það er ekki hægt að horfa á þetta aula grín lengur.

Kári Tryggvason, 29.1.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Snorri Bergz

Að vísu. En er ekkert merkilegt, að Samfó skuli nær algjörlega sleppa við hið rætna háð sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa fengið, og nú Ólafur F. Magnússon?

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Jú það er býsna merkilegt að samfó skuli yfir höfuð sleppa við alla gagnrýni yfirleitt.  Maður spyr sig ....

Þórhildur Daðadóttir, 29.1.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Snorri Bergz

Eins og Spaugstofan segir gjarnan: "Þetta er allt eitt samsæri".

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 10:39

5 identicon

Ef þú getur Snorri eða einhver...þetta hið versta mál að það halli svona á stjórnarflokkana..ha?  Er ekki hægt að laga þetta í sjónvarpi allra landsmanna? Uss uss Snorri. Ekki viðurkenna á þig lögbrot en það er bannað með lögum að taka upp efni og geyma. Hræddur um að þú fáir reikning frá spaugstofumönnum.

Beinum því til Páls Magnússonar að spaugstofumenn geri grín að stjórnmálamönnum eftir kjörfylgi. Ólafur F. sleppur þá vel.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:54

6 Smámynd: Snorri Bergz

Held að allir taki upp efni Gísli úr sjónvarpinu. Ég sagði reyndar Erni Árnasyni frá þessu einu sinni og hann var bara mjög ánægður með að eiga svona trausta aðdáendur.

En annars liggur þetta nú undir skemmdum -- og er kannski ónýtt. Hef ekki snert vídeóspólur í háu herrans tíð.

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 11:04

7 Smámynd: Gunnar Björnsson

Held að þetta sé rétt hjá þér Snorri.

Það er alls ekki gleymsku Villa né minnis(miða)leysi um að kenna að flokkurinn sé í frjálsu falli í Reykjavík. Né þeirri ákvörðun að gera mann sem fékk 6527 atkvæði á bak við sig að borgarstjóra. Nei alls ekki.

Þetta er allt saman Spaugstofunni að kenna. Hún ber ábyrgð á þessu öllu saman. Ég er næstum því viss um þeir fjórmenningar séu allir í Samfylkingunni.

Skandall!

Kveðja,
Gunnar

Gunnar Björnsson, 29.1.2008 kl. 11:33

8 Smámynd: Snorri Bergz

Kratarnir komnir í vörn? Haha, og snúa út úr og smíða strámann. Glæsilegt Gunzó.

En hvað er ritstiðun?

http://hvala.blog.is/blog/hvala/guestbook/

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Snorri Bergz

Ok, búinn að henda þessu í tunnuna í mótmælaskyni.

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 12:06

10 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, loksins komstu Benni. En þeir voru í meiri hluta í 100 daga en hvað? Spaugó gerði grín að stjórnendum burtséð frá því hvernig þeir væru að standa sig. Af hverju náði það ekki til Samfó líka. Og að mínum dómi eru/voru næg tækifæri til gríns, enda var þessi Rugl-listi eitt það lélegasta sem borgin hefur séð.

Og Samfó hefur verið í ríkisstjórn frá vordögum. Hvenær kemur kratagrín í Spaugó?

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 12:27

11 Smámynd: Snorri Bergz

Nei, Samfó hefur misstigið sig hressilega á mörgum sviðum (að mati annarra), en þeir í Spaugstofunni sjá það ekki, enda innvígðir!! :)

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 12:38

12 Smámynd: Snorri Bergz

Endalaust. Nefna má málefnasamningsleysi, rugl varðandi SUndabraut, Skákakademíu og fleiri og fleiri mál. Færð upptalningu helstu atriða á www.andriki.is eins og venjulega!!! hehe

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 12:52

13 identicon

Ertu nokkuð að tapa þér Snorri?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:24

14 Smámynd: Snorri Bergz

Gísli: búinn að því fyrir löngu? En geturðu útskýrt af hverju engir nasti brandarar eru sagðir um kratana? Þar er af nógu að taka?


Af hverju sleppa kratarnir í Spaugstofunni sínum mönnum fá háðulegri gagnrýni?

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 14:05

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta með málefnasamninginn hefur verið skýrt. Ég held að það sé betra að gera engan málefnasamning en þá hrákasmíð sem Villi og Óli hripuðu niður í fljótfærni, þegar þeir rændu völdum í Reykjavík með svikum, lygum og baktjaldamakki.

Af orðum Gísla Marteins og Hönnu Birnu að dæma ætla þeir ekki einu sinni að fara eftir honum. Sýnir að þetta plagg var bara sýndarmennska.

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 14:34

16 Smámynd: Snorri Bergz

Málefnasamningurinn sagði, að flugvallarmálið yrði vandamál næsta kjörtímabils, þ.e. ekki yrði hróflað við honum núna. Það vissu þó allir að sumir í D vilja hann burtu og það mjög eðlilega, að mínu mati. Þetta er því ekki brot á málefnasamningnum.

En hverjir taka 3 mánuði í að semja málefnasamning. Þetta hefur ekki verið skýrt með öðru en AUMINGJASKAPUR og SUNDURLYNDI. Ég fer ekki ofan af því, að á þessum 100 dögum var lélegasti meiri hluti Reykjavíkur í marga áratugi og af nægu að taka til að grínast með fyrir Spaugstofuna, hefðu þeir haft áhuga á að grínast nastí með samflokksmenn amk sumra þarna í Sp.

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 14:54

17 Smámynd: Gunnar Björnsson

Rétt hjá Snorra.  Þessir Spaugstofukallar eru ótýndir Samfylkingar- og glæpamenn.  Rætt væri að reka þá alla  með tölu og ráða einhverja Sjálfstæðiskalla í staðinn.

Davíð getur verið fyndinn.  Já og svo gæti Bjössi Bjarna tekið Bruce Willis kallinn.  Gísli Marteinn kann að brosa.  Geir H. Haarde gæti sungið.   Hjálmar messað.  Villi týnt upp minnismiða og Hanna Birna sussað á Samfylkingarskrýlin.   

Hápunktur nýju skemmtikraftanna væri svo að láta Ólaf F telja upp í 6527.

Gunnar Björnsson, 29.1.2008 kl. 15:10

18 Smámynd: Snorri Bergz

Gunzó samur við sig. Býr til strámenn. Getur ekki rætt neitt málefnalega um Samfó, verður alltaf að gera gagnárás á aðra flokka. Svoleiðis er kannski röksemdafærsla kratanna...já, kannski er það þess vegna sem Spaugstofan ræðir ekki um Samfó í þáttunum sínum af sama nastíhúmorskap og t.d. Sjalla. Þeir vilja beina sjónum frá ruglinu í krötunum.>

En um Gunzó og strámanninn: http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=7166

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 15:13

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Snorri það lá allan tímann fyrir að flugvöllurinn yrði ekki vandamál fyrr en 2016.

Til hvers að taka það fram í málefnasamningi að hann sé ekki vandamál þessa kjörtímabils, þegar allir vita það?

Er það nokkuð annað en sýndarmennska?

Og hvað um yfirlýsinguna um 19. aldar mynd Laugavegarins og gefa þannig óútfylltan tékka til fasteignabraskara á höfuðborgarsvæðinu?

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 15:53

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

PS Viltu ekki bara bjóða þig fram sem handritahöfund fyrir Spaugstofuna?

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 15:55

21 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er nú kallað þráðrof Theódór. Titill þessa bloggs er "Spaugstofan". Þú getur vafalaust bloggað sjálfur um meiri hlutan, ef þér finnst allt illt um hann eins og svo mörgum öðrum.

Það liggur líka fyrir að við verðum áfram í NATÓ. Af hverju var þá Ingibjörg að nefna það sérstaklega nú nýlega? Sýndarmennska?

En stundum er ágætt að minna á staðreyndir, sérstaklega þegar t.d. Framsókn er í stjórnarandstöðu. Fólkið á þeim bæ er stundum dálítið gleymið

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 15:58

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég bið velvirðingar á þráðrofi mínu, Snorri. Ég skal halda mér við efnið.

Það kallast hinsvegar smjörklípa, eða a.m.k. er verið að tína til lambaspörð, þegar sá alvarlegi hlutur hefur gerst að tveir stjórnmálamenn hafa logið og svikið sig upp í valdastöður.

Þá er skrýtið að sumir skuli ekki geta fjallað um neitt annað en óharðnaða menntaskólanema og misskilda grínista. Að sjálfsögðu máttu fjalla um hvað sem þú vilt og ég skal ekki trufla þessar ágætu umræður.

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 16:27

23 Smámynd: Snorri Bergz

Þar erum við hreinlega ekki sammála. Ég fatta þetta ekki: "tveir stjórnmálamenn hafa logið og svikið sig upp í valdastöður."

Mér finnst þetta ekki sanngjörn meðhöndlun á þessu máli. En við verðum varla sammála og getum kannski sammælst um að vera ósammála.

Ég semsagt hef sagt áður og endurtek: allt er betra en þessi Rugl-listi sem áður starfaði hér við stjórnun borgarinnar. Allt er betra í mínum huga.

Ég hefði þó reyndar viljað hafa meiri hlutann öflugri, t.d. með D og S, eða D og V, en það gæti hafa orðið erfitt að raða málefnunum saman í slíkum bræðingi. Og þess vegna eru stefnumál Ólafs 90% og Sjálfstæðismenn fengu mislæg gatnamót inn í pakkann. Bendi á þetta t.d.

En þú mátt gjarnan halda áfram að commenta. Og nei, ég vil ekki semja efni í Spaugstofuna að staðaldri....þjóðin þolir ekki 5 aura húmorinn minn til lengdar amk!

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 16:51

24 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Snorri,

Þetta er mikill misskilningur hjá þér. Það er mikill heiður að vera tekinn fyrir í Spaugstofunni. Menn njóta svo þessa heiðurs í þeim mæli sem þeir hafa unnið til. Því er ekki nema von að Samfó beri skarðan hlut frá borði.

Haltu því bara áfram að horfa á Spaugstofuna, þér ætti ekki að verða meint af því.

Helgi Viðar Hilmarsson, 30.1.2008 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband