Lægðatregða framundan?

"Spáð er mikilli kuldatíð næstu daga en um miðja vikuna snýst vindurinn í norðanátt. Að sögn Veðurstofu Íslands er komið hlé á þeim lægðagangi sem verið hefur að undanförnu og mega landsmenn nú búast við að sjá tveggja stafa frosttölur víða."


Jahérnahér og Mr. Jeremías minn and Mrs. Dúddamía. Kuldaskeið framundan. Og ég var að vona að þetta væri nú allt að lagast.

En jæja, það verður semsagt lægðatregða á næstum dögum og/eða viku. En hvernig er það, þegar eintómar lægðir ganga yfir og engin tregða er á rigningu og roki.

Er það þá ekki kallað hægðatregða?


En vonandi gengur mönnum vel að ferðast, því ég vil ógjarnan sjá menn ganga um götur bæjarins í hægðum sínum.


mbl.is Kuldatíð framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Þetta er bara bein afleiðing hlýnun jarðar (e. Global Warming).  Það heyrist ekki hátt í þessum spekingum núna?

Guðmundur Björn, 28.1.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Snorri Bergz

Er hægðatregða afleiðing Global Warming?

En er þetta ekki frekar Global Cooling?

Snorri Bergz, 28.1.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband