Varla verri en sá fyrri

Þar sem voru fjórir flokkar, með meðfylgjandi hrossakaupum, þar sem allir þurftu að fá eitthvað fyrir sinn snúð, bitlinga og gæluverkefni osfrv.

Þessi meiri hluti verður amk ekki veikari, ekki síst þar sem Bingó, hin tifandi tímasprengja, er ekki með, og Dagur sem betur fer ekki borgarstjóri með sérlundaðar skoðanir sínar, s.s. hvað snertir Sundabraut og mislæg gatnamót á Kringl/Mikl.

Þessi meiri hluti er greinilega betri en sá fyrri, en ég trúi því ekki fyrr en ég taki á, að Margrét Sverriz muni fellann, taki hún sæti, vitandi að allt færi í sama farið um leið og Ólafur kæmi aftur. Jafnvel Margrét getur ekki verið svo óábyrgur stjórnmálamaður, þó vísast sé það pabbi gamli sem öllu ráði, með bitur sverð á lofti og slatta af hnífasettum. 
mbl.is „Nýr meirihluti óstarfhæfur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Finnst þér Ólafur F betri borgarstjóri. Hann er af þeim lista sem fékk næst fæst atkvæði og myndaði meirihlutann án samráðs við aðra sem voru á þeim lista.

Margrét er traustur stjórnmálamður og því er engin ástæða til annars en að hún standi við þann meirihluta sem hún átti þátt í að mynda.

Því þó Ólafur standi ekki við gefin loforð og ljúgi að samstarfsmönnum sínum að þá er engin ástæði til þess að ætla að Margrét geri það líka.

Þegar þessi meirihluti fellur þá er ábyrgðin á Sjálfstæðisflokknum, því hann velur að stofna til svona ótrausts samstarfs.

P.S. Munið að bólusetja Ólaf fyrir flensunni. 

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Snorri Bergz

Erfitt að vera borgarstjóri fyrir 4 flokkum og þurfa að sætta öll sjónarmið, sérstaklega þegar maður er ekki merkilegri pappír en Dagur B.

Ég var óánægður með hann...hef reyndar aldrei haft mikið álit á honum.

Ólafur F. er þó amk með málstað og skoðanir; Dagur var bara í hagsmunagæslu fyrir sinn flokk og þrjá aðra, og klúðraði mikilvægum málum eins og Sundabraut, mislægum gatnamótum á K/M, ofl.

Ég er lifandis feginn að losna við þetta lið og mér er nánast sama hvað tekur við, það hlýtur að vera betra en þessi hörmung sem hefur nú stjórnað í rúma 100 daga.

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Ingólfur

"Ég er lifandis feginn að losna við þetta lið og mér er nánast sama hvað tekur við, það hlýtur að vera betra en þessi hörmung sem hefur nú stjórnað í rúma 100 daga."

Þetta viðhorf held ég einmitt að hafi verið ráðandi viðhorf hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Þetta eru ekki beint málefnanlegar forsendur og lítilsvirðing við borgarbúa, allt vegna persónulegum illindum út í pólitíska andstæðinga sína.

Svona vinnubrögð eiga ekki að líðast. Látum þá vita með því að skrifa undir hérna.
http://www.petitiononline.com/nogbodid/

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Snorri Bergz

Haha, af hverju kom þessi listi ekki fram í október? Er það af því að kratarnir töldu sig hafa gripið gullgæsina, en verða nú að sjá af bitlingum, gæluverkefnum flokksgæðinga eða eitthvað þaðan af verra.

Málefnalistinn er góður og með það í huga styð ég þennan meiri hluta.

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Ingólfur

Borgarbúar tóku þeim meirihluta fagnandi enda ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn að selja REI á brunaútsölu í óþökk borgarbúa.

Enda sýndu kannanir að það var góður stuðningur við vinstri meirihlutann.

Ég efast hins vegar stórlega um að þessi nýji meirihluti fái meira en svona 30% stuðning. 

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 14:39

6 Smámynd: Snorri Bergz

Vinstri meiri hlutann. Já, en hvað hefur slíkur meiri hluti fram að færa. Ekkert.

Þess vegna var honum sparkað aftur, í ljósi reynslunnar.

Reykvíkingar muna ennþá hörmungar R-listans.

Ekkert rugl, eins og hefur verið t.d. á síðustu 3 mánuðum. Sundabraut blásin af, svo gott sem, mislæg gatnamót við Kr/Mi, og alls konar ruglingsháttur í gangi.

Þetta getur ekki versnað.

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvar var verið að samþykkja gangnahluta Sundabrautar, um  daginn og hvað vildi fráfarandi meirihluti með mislægu gatnamótin?

 refresh my memory, please.

Brjánn Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 16:38

8 Smámynd: Ingólfur

Sundabrautin blásin af, hvurslags bull er þetta.

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Snorri Bergz

Sundabrautinni komið í nefndarsvefn. Þetta mál hefur verið algjör pína, fyrst hjá R-listanum og svo aftur núna hjá Rei. Endalaust þvaður.

Hefði Dagur verið þarna áfram, hefði ekkert orðið úr Sundabrautinni, amk ekki fyrr en eftir mörg, mörg ár. Þetta umræðustjórnmálarugl svæfir mál og útkoman verður þar að auki tóm vitleysa.

Og mislægu gatnamótin; Vinstra liðið setti sig harkalega á móti þessu sjálfsagða framfaramáli í kosningabaráttunni og hvað hefur gerst síðan?

Þetta þarf að taka föstum tökum og það strax. Umræðu- og nefndastjórnmál duga ekki til lengdar. Fyrr eða síðar verður að taka af skarið og fara að gera hlutina.

En því miður virðist það ekki vera sterkasti leikur Dags & Co. Það á bara að tala og tala. Því hefur maður því miður kynnst í málum sem snerta mann persónulega. Hef ég þvílíka skömm á þessu Rei-listasamstarfi að ég ítreka: allt er betra en þetta rugl.

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 17:04

10 Smámynd: Snorri Bergz

Enda sagði ég; "svo gott sem" varðandi Sundabrautina. Þetta var ekki að gera sig hjá Degi & Co.

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 17:06

11 Smámynd: Ingólfur

Ég ætla bara vona að þú sért ekki sögukennari.

kveðja, 

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 17:20

12 Smámynd: Snorri Bergz

Og ég vona að þú sért ekki íslenskukennari :)

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 17:29

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Varðandi Sundabraut, þá var samþykkt gangnaleiðin í borgarráði um daginn. Hvað varðar mislæg gatnamót á M/K, þá hlýtur hver hugsandi maður að sjá að þau munu ekki leysa vandann. þau munu hugsanlega dreyfa honum eitthvað, yfir á næstu gatnamót, en alls ekki leysa hann. Fyrir utan þá hörmung að troða niður svona mannvirki á þessum tiltölulega litla reit og alveg upp að stofuglugganum hjá nærliggjandi íbúum, við Álftamýri, Bólstaða- og Stigahlíð.

Brjánn Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 18:17

14 Smámynd: Snorri Bergz

Gangaleiðin,já einmitt.  Með meðfylgjandi skattahækkunum, og til hvers? Ömurleg leið.

Hefurðu þú búið á þessum gatnamótum, þ.e. í nærliggjandi. Ég er nýlega fluttur en svefnherbergisglugginn var við hliðina á þeim -- ég gat ekki opnað glugga, því þá fylltist allt. Kyrrstæðir bílar í þúsundavís á hverjum degi. Nei takk! Ég þekki þennan stað, ég bjó þarna við hliðina og vil sjá mislæg gatnamót og það sem fyrst.

Snorri Bergz, 22.1.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband