Hver ætli viðbrögðin yrðu...

...ef hér ætti í hlut kvikmynd sama eðlis um t.d. Biblíuna?


Sennilega lítil eða engin.


En það má alveg gagnrýna Biblíuna og menn gera það í stórum stíl og lifa af. Og múslimar eru meðal þeirra sem fremstir fara í slíku, sérstaklega ákveðnir aðilar.

En enginn má dirfast að gagnrýna Kóraninn. Þá er hinn sami réttdræpur.

Úff, þetta segir sitt um hvaða boðskap Kóraninn hefur að bera.
mbl.is Óttast óeirðir vegna myndar gegn íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Biblían er lítið betri að mínu mati.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 21.1.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Snorri Bergz

En þeir sem gagnrýna hana eru ekki skotnir.

Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Ólafur Als

Hvað á Hrafn við? Hefur ungi menntamaðurinn lesið hvoru tveggja eða kynnt sér málið, t.d. með lestri Biblíunnar? Hefur það farið framhjá manninum að gefnir hafa verið út dauðadómar (af klerkaveldinu í Íran og fleiri trúarleiðtogum Islam) yfir fólki sem hefur gagnrýnt innihald Kóransins? Er ungt menntafólk á Íslandi virkilega svona illa að sér eða er Hrafn undantekningin?

Ólafur Als, 21.1.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Að vísu eru þeir Múslimar sem vanvirða Biblíuna ekki að fylgja boðum Islam þar sem Múslimum er gert að sýna Biblíunni og Torah mikla virðingu, t.d. má ekki leggja þessar bækur á gólfið, það þykir vanvirðing. Þar af leiðandi er ekki sanngjarnt að segja að Múslmimar séu fremstir í flokki þeirra sem gagnrýna Biblíuna (ég geri ráð fyrir að þú eigir við á neikvæðan og hlutlægan hátt eins og til stendur með þessa mynd) þar sem það er ekki samþykkt hegðun innan trúarbragðanna og ekki eitthvað sem allur 1.3 milljarðurinn af Múslimum gerir.

Svo eru reyndar til margar neikvæðar myndir um Kristni, en það er önnur saga.

Fríða Rakel Kaaber, 21.1.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er t.d. að tala um Ahmed Deedat og skoðanabræður hans. Síðan eru fjölmargar síður á netinu, t.d., sem maður hefur rekist á í gegnum tíðina, þar sem t.d. er farið yfir þá þætti sem stangast á við Kóraninn og farið háðulegum orðum um falsanir Biblíunnar.

Þetta las maður á sínum tíma, en hef ekki nennt að fylgjast með þessu á síðustu árum.

En þeir sem gagnrýna Biblíuna eru ekki skotnir. Þar er stór munur. Þeir sem vanvirða Kóraninn eða Múhameð eru réttdræpir, amk skv. sunna-inu. Mig minnir að Bukhari hafi nefnt þetta, og eflaust fleiri.

En það mætti umorða það, að múslimar væru fremstir í flokki, og segja "meðal fremstu", því t.d. Vantrú og svoleiðis samtök eða trúlausir einstaklingar eru vísast fremstir í flokki.

Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Snorri Bergz

Aha, ok, fattaði að ég hafði sagt "meðal fremstu" í orginal textanum. Það er rétt.

Ég sagði því ekki að þeir væru fremstir, eins og Fríða hélt fram.

Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 12:16

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Snorri, reglulega eru mótmæli gegn kvikmyndum ef þær þykja andkristnar. T.d. voru mjög víða óeyrðir vegna kvikmyndarinnar "Síðasta freisting krists" og í Bretlandi reyndu kristnir bókstaftrúarmenn að banna "Jerry Springer the Opera" vegna meints guðlasts. Svo má ekki gleyma fólki sem drepur lækna í bandaríkjunum í nafni trúarofstækis.

Vissulega virðist vandamálið vera meira í dag meðal múslima heldur en kristinna. Vandamálið eru trúarofstækismenn. Fyrirbæri eins og guðlast eiga að sjálfsögðu aldrei að vera til, slíkt er hugsunarglæpur sem á aldrei að vera glæpur. Menn verða þó að passa sig á því að blanda ekki saman árásum á fólk vegna trúarbakgrunnar (sem á ekki að lýða) og árásum á skoðanir fólks (sem á að leyfa)

Guðmundur Auðunsson, 21.1.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Snorri Bergz

Já, en kristnir menn fóru ekki og vildu skjóta þá sem gerðu myndirnar. Þar liggur munurinn.

Snorri Bergz, 21.1.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband