Var Geir úrillur?

Jón Bjarnason, sem því miður er alþingismaður, var að hnýta aðeins í Geir Haarde forsætisráðherra út af ýmsum málum.

Jón er greinilega fúll sjálfur og úrillur út í Geir og aðra, m.a. fyrir að hafa takmarkað málæðisfrelsi Vinstri grænna á Alþingi.


En hann ætti samt að hafa í huga, að þessi lög voru ekki sett gegn málæði. Þau voru heldur ekki sett til höfuðs VG. Þau voru sett til höfuðs bullinu í Jóni Bjarnasyni.


Ég er eiginlega viss um, að aldrei fyrr í sögu þingsins hafa flestir þingflokkar staðið saman um að setja þingskaparlög sem beint er gegn einum þáverandi þingmanni sérstaklega.


Þessi maður, sem ég þekki ekkert nema hvað ég hef reynt að hlusta á hann í beinum útsendingum frá Alþingi, hlýtur að vera með leiðinlegustu ræðumönnum, sem nokkru sinni hafa stigið í pontu á Alþingi. Hann getur hreinlega svæft þingsal á notime, og ef Íslendingar vildu virkilega verða ríkir, ætti ríkisstjórnin að kaupa 15 mínútur á besta sýningatíma á CNN og senda þar út ræðu Jóns um t.d. samgöngumál og tryggja alheimsávarp með hátölurum sem komið yrði fyrir sem víðast. Myndu þá heilu þjóðirnar steinsofna og erindrekar hérlendra, t.d. meðlimir í veflöggu Steingríms, gætu gengið á lagið og framið rosalegustu bankarán sögunnar.

Gullforðabúr Kananna í Fort Know stóð af sér árás Goldfingers í samnefndri Bond-kvikmynd. En Íslendingar búa yfir enn ógurlegra vopni en núka Goldfingers: ræðum Jóns Bjarnasonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband