Svindl og svínarí í þessum undirskriftalista ungkratanna

Undirskriftalisti kratanna í "Stóra SteinaDavíðsmálinu" er nú meiri steypan. Þarna eru kratar að reyna að beina sjónum frá vandræðagangi Össurar en aðeins rúmlega 500 hafa skráð sig, þar á meðal margir, eins og ég, sem ekki hef gefið leyfi fyrir því að mitt nafn sé notað.


Ég mótmæli svona svindli og svínaríi ungkrata, sem ku standa að þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Takk fyrir þetta Snorri. Ég var að leita af þessu svo ég gæti skráð mig. Ég þekki Þorstein lítið, en mér finnst hann mjög skemmtilegur og fínn náungi, og ég hef ekkert út á persónu hans að setja (nema síður sé). Hann hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem mjög fínn náungi. Hann mun örugglega standa sig.

Hins vegar finnst mér þessi skipun algerlega út í hróa hött. Ég mun aldrei aftur treysta dómgreind Árna Matt - hann er greinilega algjör kjáni. Það voru umsækjendur sem eru miklu mun álitlegri en Þorsteinn, og þetta kemur lítur hræðilega út. (Mér alveg sama hvert er hlutverk þessarar nefndar er. Árni skipaði ekki álitlegasta umsækjandann. Mér finnst það alveg augljóst)

Sindri Guðjónsson, 13.1.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju berst þetta lið ekki fyrir því að ráðningarferlinu sé breytt? Ráðherra hefur úrslitavald en enginn setur út á það!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega. Þeir eru ósáttir við núverandi fyrirkomulag en koma ekki með neinar hugmyndir um eitthvað betra sem gæti komið í stað þess. Einhvern veginn verður jú að taka þessar ákvarðanir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, þeir gefa sig út fyrir að vera kratar, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera hægri flokkur.

Hvorttveggja rangt.

Annars vegar er hér á ferðinni Kvennalisti með komplexa og hins vegar klassískur, frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur. Sá fyrrnefndi er minni, tek það fram.

Snorri Bergz, 14.1.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband