Lífshættulegt gáleysi

Svona glannaakstur á að taka fyrir.


Ég varð einu sinni vitni á slíkum kappakstri sem endaði illa. Það var á Miklubrautinni. Annar unglingurinn missti stjórn á bílnum og endaði úti í garði hinumegin. Ég var einn þeirra fyrstu sem kom að ökumanninum, en sá sem tók stjórn á vettvangi taldi ráðlegast að bíða komu sjúkrabíls, enda kunni enginn okkar til verka í neyðarhjálp sem þeirri, er þarna var þörf.

Drengurinn lést síðan af sárum sínum.


Þessu gleymi ég aldrei og fæ því alltaf hroll þegar ég les um að fáráðlingar séu að haga sér með þessum hætti, vitandi hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. En ekki nóg með að þeir leggi eigin líf í hættu. Þeir leggja einnig líf meðborgara sinna í hættu.


Og slíku þarf að taka á með festu.


mbl.is Á 115 km hraða á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband