Nýja Hreyfing opnaði í dag

Loksins.


Ég skal viðurkenna, að ég var orðinn verulega þreyttur á gömlu Hreyfingu. Staðurinn er svosem ágætur eins og hann var, þannig séð, en hann var farinn að láta á sjá og mörg tækin sömuleiðis. Og maður var búnað fá leið á staðnum, skal ég viðurkenna.

Hilmar Björnsson skráði mig þarna upphaflega rétt eftir að staðurinn byrjaði, um 1990. Ég tók síðan væn hlé af og til, og var um tíma í Planet Pulse, sem var magnað á sínum tíma.

En nú er nýi staðurinn búnað opna í Glæsibæ. Hann er ekki alveg fyllilega tilbúinn, en t.d. opnar ekki útiaðstaðan fyrr en c.a. um næstu mánaðamót og Spa-ið ekki alveg tilbúið. En þetta er rosalega flott og ég er hæstánægður og spenntur. Og eitt er víst, að ég mun bæði mæta oftar og vera lengur en ég hef gert á síðustu misserum.

Það eina sem ég finn að, og margir aðrir hef ég heyrt, er að skáparnir eru frekar litlir og erfitt að troða þar inn töskunum sínum. Mæli ég með við Ágústu og liðið í Hreyfingu, að koma einhverjum töskuskáp fyrir í skiptiklefunum, ef laus staður er fyrirliggjandi eða hefja sölu og útdeilingu á minni íþróttatöskum!!

Takk fyrir mig. Þetta var magnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband