Grýla og jólasveinarnir á fullu, en hvar er Leppalúði?

Jú, Leppalúði fær ekki að taka þátt í jólunum, enda er hann "Júði", eins og okkur var kennt hér forðum daga í laginu Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða. Eða ég heyrði ekki betur, þegar ég hlustaði á þetta lag í gær, rétt til að koma á upprifjun á jólastemningu barnæskunnar, rétt í lokin þegar lagið var að klárast.


Þótt Júði sé í raun ekki neikvætt orð -- heldur aðeins heiti afkomenda ættkvíslar Júda -- og faktískt jákvæðara en Gyðingur -- sem fróðir menn telja að hafi komið úr "guðsníðingur" --- hefur orðið Júði tekið á sig neikvæða mynd í íslensku, en Gyðingur orðið "normal".


Ok, Laddi og co ætluðu vísast bara að vera fyndnir, en jólin snúast formlega séð um atburði meðal Gyðinga í Júdeu hinni fornu, þá finnst mér þetta ekki sérlega fyndið. Leppalúði hefur á sér þá ímynd að vera "vondi kallinn". Og auðvitað er hann "Júði", það segir sig sjálft. Af hvaða þjóðerni öðru getur vondi kallinn verið og ekki skemmir að "Júði" rímar við "...lúði"?
mbl.is Grýla og jólasveinarnar sjá um jólapóstinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband