JFK málið

Þetta er hið besta mál. Kominn tími til að umheimurinn viti að bandarískir landamæraverðir eru greinilega ekki með öllum mjalla og kerfið þar í kring er rotið.


Bandarískir landamæraverðir og öryggisverðir á flugvöllum er ótrúlega stressaðir og sjá terrorista í hverju horni. Í framhaldinu beita þeir óþarfa hörku, jafnvel þegar ljóst er að engin hætta steðjar að.


Persónulega vil ég sjá Kanana borga Erlu skaðabætur. Svona framkomu á ekki að líða. En þetta voru hins vegar engin "mistök", heldur er systemið svona ruglað í USA.

Land frelsis og heimkynni hinna hugrökku? Nei.


Land skrifræðis, ofbeldis og hugleysis.
mbl.is Mál Erlu Óskar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Snorri, þeir tóku þig nú líka illa í gegn.  Mér er sagt að það hafi verið búið slá upp móttökuveislu fyrir þig úti í Qantanamóa þegar allt var blásið af.

En þú sagðir reyndar "bomb". Erla lítur hins vegar bombuvel út, svona í fljótu bragði.

Kjarninn í þessu máli er sá að landamæraverðir lesa í handbókum sínum að þeir megi ekki gera upp á milli araba og ljóska. Allt á jafnt yfir alla að ganga, og svo gleymdi frú Erla því að hún hafði brotið lög síðast að hún var í BNA. Það vekur mesta athygli hjá mér. Íslendingar hafa hvergi fengið loforð fyrir sérmeðferð í BNA síðan vinir okkar i vestri ákvæðu að kaupa af okkur allan fisk til að koma í veg fyrir að Sovétríkin gerðu það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.12.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, ég sagði "bomb" í því samhengi, að ég spurði hvort byrjað væri á að sprengjuleita í skóm -- en frétt þess efnis hafði verið í Washington Post, að slíkt yrði gert mjög bráðlega. Ég sagðist aldrei hafa sprengju, og ég var enn síður að djóka með þetta, eins og Kanarnir enduðu á að láta líta út fyrir, til að redda sér úr þessu máli.

Snorri Bergz, 15.12.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband