Nektarbúllurnar

Ef ég hef heyrt rétt af starfsháttum R-listans (X-listans) þurfa ráðandi öfl þar að setja málið í nefnd, senda nefndina síðan til útlanda til að skoða samsvarandi starfsemi þar og endurmeta málið að því loknu.


Síðan þarf Þorleifur Gunnlaugsson VG að meta hvort gólfefnin séu rétt lögð á stöðunum, áður en þau fá rekstrarleyfi...ef það stendur til í fyrsta lagi af femínískum ástæðum.


mbl.is Enn frestað að afgreiða rekstarleyfisumsóknir nektarstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri vonandi ef svo væri ..

Íslendingar eru með svo vel matreidda mynd af því að súludans tengist mannsali og vændi að ég efast um að margir viti af því að það er haldin árleg heimsmeistarakeppni í þessum dansi.

Fransman (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Ingi Braga

Hvað er þetta með að tengja saman nektarstaði mannsal og vændi??  Ég veit ekki betur en þarna starfi fólk með atvinnuleyfi greiði skatta og gjöld og undir miklu eftirliti.  Ef í þessu umhverfi þrífst mannsal og vændi þá er nú eitthvað mikið brenglað í þessu öllu.  hefur einhver einhvern tímann bent á þetta mannsal eða vændi eða hvað þetta nú allt kallast? ég held að öfga VG feministafólkið sé að verða búið að heilaþvo þjóðina og forrita um þessi mál. rök þeirra gegn leyfisveitningu sýndist mér vera sú að gallup gerði könnun og þar kom í ljós að 3% hafði farið á nektarstað og 95% taldi vera vændi þar, hafið þið heyrt annað eins bull.  Þetta fer að verða hættulegt ef þetta öfgafólk getur bara troðið hverju sem er inn hjá þjóðinni og enginn segir neitt þó þetta sé allt lygi og þvættingur.

Ingi Braga, 17.11.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband