Jólaljósin

Jæja, þá eru þau komin. Jólaljósin eru komin. Þá fer að styttast.


Það skásta við þetta er, að ljósin lýsa upp myrkrið, færa dálitla birtu í svartasta skammdegið.


En meðfylgjandi ljósunum kemur auglýsingaflóð og margt það, sem gerir aðdraganda jólanna gjörsamlega óþolandi.


Ég hef ekkert á móti skammdeginu, og enn síður hef ég horn í síðu jólaljósa. En ég þoli ekki þessa kaupmannahátíð, sem á ekkert skylt við jólin. Ég vil vitna í gamlan félaga sem sagði svo c.a. 1986: "Ég vildi helst hætta að taka þátt í þessari vitleysu".


En það er hægara sagt en gert. Maður verður víst að leika með, a.m.k. kaupa gjafir handa nærliggjandi börnum. Það er mér að vísu mikil gleði, því litlu krakkarnir eru yndisleg og maður verður alltaf eitthvað svo mjúkur þegar maður gaukar einhverju að þeim, um jól eða á öðrum tímum.


En hvað á að gefa í jólagjafir þetta árið.


Ég auglýsi hérmeð eftir hugmyndum að jólagjöfum handa börnum á öllum aldri, frá um 4-13 ára.





mbl.is Jólaljósin sett upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Í jólagjöf, það er einföld lausn á þeim vanda. Ferð í bókabúð og kaupir bækur, að sjálfsögðu og það sem er ennþá betra, þarft aðeins að fara í þessa einu verslun til gjafakaupanna?  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband