Sósíalistar og fasistar

Þetta var nú ekkert merkilegt, sem einræðisherrann Chavez sagði, a.m.k. ekki með "face value" skilgreiningu. Ég meina, Klerkurinn kallar mig oft fasista af því ég er ekki sósíalisti, og Svampurinn kallar mig nýnasista, af því ég er á móti Hamas, Taliban og öðrum öfgasamtökum íslams. Svona er bara hugtakanotkun öfgafullra sósíalista; þeir sem ekki eru sósíalistar eru fasistar. Málið dautt.


Þessi skilgreining er þó rugl, því "fasismi" grundvallast á einræðishyggju og Chavez og aðrir sósíalistaleiðtogar eru helstu merkisberar slíkra skoðana. Nær eini fasisminn, sem ég tek eftir, kemur frá sósíalistum og herforingjum, eins og í Burma og Pakistan. Síðan má nú svo sem nefna leiðtoga flestra arabaríkja í sama vetfangi. En það kom úr hörðustu átt hjá "fasistanum" Chevez að kalla forsætisráðherra í lýðræðisríki "fasista", bara af því að hann er ekki sósíalisti og var/er vinsamlegur Bandaríkjunum. Þetta sýnir kannski best, hvurs lags hugarfar er ráðandi hjá þessum mönnum.


En það sem Juan Carlos hefur vísast tekið inn á sig er hin sögulega tenging. Fasistar Francos réðu öllu á Spáni frá því í borgarastríðinu 1936-1939 og fram til c.a. 1975, þegar Franco lést. Því hefur þessi fasistatenging vísast sært kónginn (sem var nú víst ekki svo óvinsamlegur Franco á sínum tíma! -- ef ég man rétt).


En ég tek ofan fyrir kónginum fyrir að hafa sagt þessu fífli að þegja.
mbl.is Spánarkonungur sagði Chaves að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Var ekki annars löngu kominn tími til að hasta á þennan mann?

Helgi Viðar Hilmarsson, 11.11.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kóngurinn má þakka titli sínum Herr Franco. Var að mig minnir prins þar til Franco lést ´75.

En ætli Chavez, sem er kristinnar-trúarrugludallur, hafi ekki meint stuðning Asnar við Íraksinnrásina, sem var á endanum allavega asnaskapur, kannski ekki beint fasismi, en samt alger hryllingur sama hvað menn vilja kalla það. Fer eftir hvað við köfum djúpt í þetta. Fasistar og nasistar voru sannarlega iðnir við að drepa kommúnistana. 

Ólafur Þórðarson, 12.11.2007 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband