Veðrið

Maður er alveg hættur að átta sig á veðrinu. En lifandis ósköp er ég feginn að fá frekar rigninguna en frostið og stilluna.


En nú er veturinn kominn, formlega a.m.k. Og lítið bólar á snjónum, þó það hafi komið smá föl um daginn. En kannski er maður orðinn góðu vanur?


En veðrið er a.m.k. orðið þannig, að e.t.v. þarf maður ekkert að vera að þvælast á þessum bílskrjóð sínum mikið lengur. Ég er farinn að gæla við að fjárfesta í reiðhjóli og vaða þannig um göturnar, enda fer ég voðalega lítið orðið nema að heiman, þaðan á skrifstofuna og aftur heim. Þjónustan er öll í næstu húsum við skrifstofuna, og T.R. er þar líka og ræktin!

En sjálfsagt verður ekki mikið úr slíku, frekar en venjulega. En þetta a.m.k. draumur...og menn þurfa að hafa drauma...það sagði a.m.k. Marteinn Lúter konungur.
mbl.is Breytileg átt og slydda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér líður alltaf best.... í breytilegri átt....

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband