Aftaka í Saudi Arabíu: nr. 129 á þessu ári

Jæja, þá fýkur einn hausinn til viðbótar. En svo segir í frétt mbl.is:


Í Sádi-Arabíu fylgja yfirvöld ströngustu túlkunum Kóransins og er höfuðið höggvið af þeim sem eru fundnir sekir um morð, eiturlyfjasmygl, nauðgun og vopnuð rán.


Auga fyrir auga, og rúmlega það. Morðingjar missa lífið, ok, það er arfur úr fortíðinni, en svo er um margt í amk sumum löndum íslams; fortíðin ræður og ríkir enn í dag. En síðan kemur að dópsmygli; eins gott að Saudar ráða ekki í Afghanistan, þar sem efnahagur landsins grundvallast á ópíumrækt. En Talibanarnir, sem voru svipað þenkjandi og Saudar, gripu til harkalegra aðgerða á þeim vettvangi, en nú hefur þetta allt aukist til muna í skjóli NATO/SÞ og innlendra leppa þeirra. Og aftaka fyrir nauðgun og vopnuð rán....kannski "too much", en svona er bara sharían, lagabálkur íslams.


Vonum að þessa stranga túlkun á íslam nái ekki að breiðast mikið út.

En á hinn bóginn er víst lítið um vopnuð rán og svoleiðis í Saudi Arabíu, og þjófar missa höndina, sem gerir þjófnað sjaldséðan. Ég man að í Kairó voru dagblöð seld þannig úti á götu, að blöðin voru í hrúgum, með smástein ofaná, til varnar vindi. Og menn settu peninginn fyrir blaðinu í krukku, og enginn að fylgjast með stundum. Og sumar smábúðir stóðu bara auðar og enginn inni, eigandinn skrapp kannski frá. Og peningakassinn óvarinn og stóð þannig kannski lengi vel, án þess að nokkrum dytti í hug að stela neinu.

En síðan stela menn grimmilega af ferðamönnum og öðrum undirmálsseggjum,enda eru slíkir flestir heiðingjar. En þeir stela ekki hverjir af öðrum.

Merkilegt nokk!


mbl.is Opinber aftaka í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helvíti fúlt örugglega að missa hendina í slysi þarna. Nóg er nú fötlunin samt svo ekki bætist á stimpilinn sem viðkomandi fær á sig. Vont fyrir ferilskrána

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband