Ömurlega svekkjandi

Fátt er eins morkið og að tapa fyrir Dönum. Þá er sama í hverju er. Það er aðeins eitt verra, í þessu samhengi, og það er að tapa fyrir Svíum.

En vonandi gerist það ekki.


Hannes Hlífar lék illilega af sér gegn Peter Heine Nielsen, sem hefur meira eða minna verið sterkasti skákmaður Norðurlanda síðustu árin. Hann hefur nú unnið flesta þá Íslendinga, sem hann hefur teflt við í hraðskák, nema mig (!!) og kannski einhverja nokkra aðra Wink

Héðinn var með e.t.v. aðeins betra, en varla nóg til að knýja fram sigur gegn Súna. Schandorff tefldi stíft til jafnteflis með hvítu gegn Danielsen, okkar manni. Scandorff er í TR en Henrik í Haukum!

Þrölli fékk lítið úr byrjuninni, en er fjölkunnugur eins og menn vita. Hann náði skiptamun af Baunanum, en staðan var þannig, að að var erfitt að vinna, þó vissulega hefði e.t.v mátt reyna aðeins lengur. Karsten gamli hefði fljótlega orðið þreyttur, en of seint núna.

En þetta er semsagt frekar svekkjandi. En svona er skákin. Það gengur ekki alltaf allt upp. Strákarnir hafa þó staðið sig heilt yfir litið nokkuð vel og mega vel við una.
mbl.is Tap fyrir Dönum á EM í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég myndi segja að þú berir að nokkru ábyrgð á þessu tapi. Eftir að þú vannst Hannes Hlífar um daginn, þá hefur hann ekki á heilum sér tekið. Þú braust hann niður því það eina sem hefur sungið í hausnum á honum síðan er: "How low can you get!"

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var nú illa sagt hjá mér

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Snorri Bergz

Neinei

EN ég vek athygli á, að ég er með 50% skor á Heine! Haha.

Hannes þarf bara að rífa sig upp, það er auðvitað agalegt að láta mig auðmýkja sig tvisvar í röð.

Snorri Bergz, 6.11.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband