Morkinn laugardagur

Jćja, morkinn laugardagur enn á ný.


Vér sitjum hér og reynum ađ koma heilasellunum í gang yfir kaffibolla. En ţetta gengur erfiđlega hjá mér, ţví heilasellurnar í mér ákváđu ađ fara í samúđarverkfall međ bandarískum handritshöfundum í kvikmyndabransanum og leggja niđur vinnu. Ađ minnsta kosti veit ég hvorki í minn haus né annarra akkúrat núna, en vona ađ ţađ lagist.


Ţetta er annars ágćtis reynsla, ţví nú veit ég hvernig ţađ er ađ vera í sporum ...



a) KRinga
b) Spurs-ara
c) Framsóknarmanna
d) Svía
e) Talibana
f)  Tíu lítilla negrastráka
g)  Hómers Simpsons


En a.m.k.: ég reyni ađ komast til međvitundar ţegar liđur á daginn:

 

Jćja, stórleikur í dag í enska boltanum: Arsenal - Man Utd. Ég fór í Arsenal treyjuna mína bćđi í gćr og fyrradag til ađ stríđa Hjörvari Steini, sem ég var ađ ţjálfa eitthvađ ađeins á síđustu dögum, en hann er forfallinn Man Utd ađdáandi. Og ţví blasti viđ honum Arsenal merkiđ ţegar hann leit upp. Ć, ég varđ ađ djóka ađeins í stráknum. En leikurinn verđur vísast mjög skemmtilegur og vonandi ađ mínir menn í Arsenal fari međ sigur af hólmi...eđa tapi a.m.k. ekki.


 Haustmót T.R. stendur yfir og hékk ég í TR heimilinu í gćrkvöldi, en ţar eđ ég ku vera skákstjóri ţar, verđ ég nú ađ vera eitthvađ á stađnum. Ég er sem betur fer ekki yfirdómari, en Óli Ásgríms er í ţví hlutverki og mesta vinnan lendur á honum. En ég ţarf ađ gera eitthvađ líka, m.a. ađ mćta í dag til ađ sitja yfir frestađri skák frá ţví á miđvikudaginn, á sama tíma og leikurinn hjá ARSENAL og Man Utd fer fram. Líklega set ég menn bara af stađ og laumast síđan yfir á Billiardbarinn sem er viđ hliđina og horfi á leikinn. Ţađ gerist hvort sem er lítiđ í skákinni hjá ţeim fyrstu 2 tímana eđa svo.

Og ef Óli Ásgríms verđur á stađnum, laumast ég bara yfir. Máliđ dautt.


En jćja, ég heyrđi í vini mínum Omari Salama í gćrkvöldi. Ţar er góđur drengur á ferđ og hann var ađ eignast barn um miđjan október. Eiginkona hans, Lenka Ptacnikova skákdrottning Íslendinga, eignađist reyndar barniđ, en hann hafđi komiđ viđ sögu í ađdragandanum! Ég var ţá staddur í Tyrklandi, en fékk sms frá Lenku. Ég óska ţeim báđum innilega til hamingju. Ég held ađ Omar hafi ţá veriđ á leiđinni frá Namibíu, ţar sem hann var ađ kenna ţarlendum krökkum skák en hann er mjög fćr unglingaţjálfari. Vinur hans frá Egyptalandi, Adly, varđ um daginn heimsmeistari unglinga u-20 ára. Skilst mér ađ Omar hafi nú laumađ einhverju ađ honum fyrr á árum.


Jćja, en Omar fór síđan ađ bađa Adam litla Omarsson, sem stćkkar og dafnar vel, enda í umsjón tveggja áhugasamra og yndislegra foreldra, sem munu hugsa vel um drenginn og búa ţar til efnilegan stórmeistara í skák, ekki spurning.


Jćja, foreldrar mínir áttu 40 ára brúđkaupsafmćli í vikunni sem leiđ. Ţetta verđur nú ć sjaldséđara, ţ.e. ađ fólk endist svo lengi. En gaman ađ ţessu.


Ísabella og Ívar Ingimundar-litlabróđur-börn komu til "ömmu" og "afa" í gćr. Ég fékk ađ vita ţađ međ síma og rann á stađinn. Ţau eru mjög skemmtileg börnin, en ég hef ekki séđ ţau síđan í september. Hún er 9 og hann 7 ára, og búa á Laugarvatni. Ţau munu vísast kíkja aftur í dag og ţá vísast Arnar Máni litli bróđir líka. Vođalega gaman ađ ţessum börnum hans Munda. En nú eru ţau fyrstnefndu ađ eignast lillabró!

Og jólagjafakostnađurinn eykst! LoL


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband