Magnaður leikur

highburyOk, ég væri ekki að segja satt ef ég segði, að úrslitin væri aukaatriði, þegar þessi tvö mestu stórveldi enskrar knattspyrnu síðustu 20 árin leiða saman hesta sína.


Manchester United og Arsenal eru sigursælustu liðin frá stofnum úrvalsdeildarinnar. United hefur unnið 375 leiki og hlotið samtals 1.258 stig en Arsenal hefur unnið 316 leiki og innbyrt 1.107 stig. Í lið Arsenal vantar á morgun þá Robin van Persie og Phillipe Senderos en hjá United vantar Gary Neville, Mikael Silvestre, Paul Scholes og Park Ji-Sung.


Ég sá einhvers staðar þá tölfræði, að Arsenal hefði hlotið flest stig allra enskra liða í efstu deildinni ensku, en hins vegar hefur Liverpool unnið titilinn æði oft, en síðan hrunið niður í meðalmennskuna ða milli! Man Utd og Arsenal eru hins vegar yfirleitt við toppinn, jafnvel þegar þeim "gengur illa". Það gerir þessi tvö lið svo sérstök: stöðugleikinn. Þau eiga nær alltaf á frábærum liðum að skipa, sem enda ógjarnan neðarlega eða fyrir miðju, jafnvel þegar þau eru í öldudal.



Liverpool mætti gjarnan setja í þennan pakka, nema hvað þar virðist óstöðugleiki hafa hrjáð félagið á stundum og hefur ekki unnið enska titilinn frá því á níunda áratugnum. Síðan þá hafa Man Utd, Arsenal, Chelsea, Leeds og Blackburn unnið, og í þessari röð hvað fjölda snertir.


Arsenal ætti að teljast sigurstranglegra núna; liðin eru jöfn á stigum en Arsenal á leik til góða. Arsenal hefur jafnframt verið að spila mjög vel heilt yfir litið, en Man Utd er að koma til baka eftir afleita byrjun. Og Arsenal er á heimavelli.

En þessi leikur er eins og bikarleikur; staðan í deildinni skiptir engu máli þegar Arsenal og Man Utd leiða saman hesta sína. Tvö bestu liðin í dag, tveir bestu þjálfararnir, stærstu vellirnir, flestir stuðningsmenn, osfrv. Og liðin eru semsagt tvö ríkustu félög Bretlands og 2 af þremur ríkustu (minnir mig, eða tvö af fjórum) í heimi, þ.e. miðað við tekjur á ári. osfrv.


En allt þetta skiptir engu máli þegar á völlinn er komið. Í fyrra vann Arsenal í báðum leikjunum, en endaði með 21 stigi minna en Man Utd. Staðan í deildinni skiptir því engu máli.

Fyrir nokkrum árum áttust þessi lið við, og þá fór jafntefli. Þetta var árið sem Arsenal vann dolluna án þess að tapa leik. Man Utd komst næst því, en Ruud van Nistelrooy, a.k.a. Hrossið, brenndi af víti og ýmislegt fleira gerðist þarna, t.d. brottrekstur og ásakanir um leikaraskap, osfrv.

Ég var þá staddur á Akureyri í viðskiptaerindum og sat á litlu hóteli í miðbænum. Þá hafði verið ófært suður og á sama litla hótelinu voru engir aðrir gestir en ég og liðsmenn Sálarinnar hans Jóns míns, Stefán Hilmarsson og félagar. Stefán er semsagt Arsenal maður, ef ég veit rétt.

Nú, eftir hið umdeilda atvik heyrði ég útundan mér Stefán vera að tala um að Eyjólfur Kristjánsson væri að missa sig út af þessu atviki og síðan fylgdi eitthvað á eftir, sem ég man ekki gjörla. En Eyfi er semsagt Man Utd maður, ef ég skil þetta rétt.

Stebbi og Eyfi ættu þó að geta komið saman á morgun, raulað Nínu til að hita upp fyrir leikinn og síðan kvatt sáttir, jafnvel þótt annað liðið tapi...eða geri jafntefli þrátt fyrir að "hafa átt að vinna", eins og menn segja gjarnan.

En ég ætla að horfa á Arsenal Man Utd frá því í ársbyrjun 2007 til að hita upp fyrir leikinn, þegar Rooney skoraði fyrst fyrir Man Utd, en Robin van Persie jafnaði rétt fyrir leiksloks og Thierry Henry skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Ef þetta kemur manni ekki í rétta stemningu, veit ég ekki hvað gerir það. Áfram Arsenal.3

 


mbl.is Mikil spenna fyrir leik Arsenal og Man.Utd.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband