Nú er mér nóg boðið!

Internetið komst í lag á þriðjudagseftirmiðdag, hér á skrifstofunni, eftir að menn á vegum Rafhönnunar höfðu skorið á það á föstudagskvöldið og farist fyrir að tengja það aftur. Þeim er þó vorkunn, því þeir vissu ekki af minni snúru. Svona gerist. Shit happens!


En ég þarf síðan að borga reikninginn frá Símanum fyrir að lagfæra skemmdir sem menn Rafhönnunar ollu.


En jæja, Rafhönnun er fínt fyrirtæki með gott starfsfólk, sem að jafnaði er til fyrirmyndar í samskiptum og afskaplega elskulegt. En á milli eru rotin epli, eins og maður var að komast að núna, þegar nákvæmlega 10 ár eru síðan ég flutti hingað í húsið.


Internetinu / símanum hefur þrisvar slegið út hjá mér á þessum árum, í hvert skipti þegar verið var að vinna í símasysteminu á vegum Rafhönnunar. Í fyrsta skiptið var þetta lagað strax og engin vandamál. Í annað skiptið, sl. apríl, urðu vandamál og tók þetta viku, uns menn frá Símanum löguðu, því Rafhönnun sagðist ekkert hafa með þetta að gera.


Nú urðu vandamál, ekki síst hvað snertir samskiptin við ónefndan mann með Marteins Mosdals klippinguna. Hann hótaði mér um daginn, t.d. að bera mig út (ég veit ekki fyrir hvaða sakir), og var að saka mig um að sofa hér á skrifstofunni, osfrv. Auðvitað tóm della, þetta er nú ekki beinlínis svefnleg skrifstofa og varla að ég komi fyrir stól, hvað þá rúmi.


En jæja, nú fór hann að bera af sér sakir frá apríl málinu og sagði: "Þetta var símafyrirtækinu að kenna". Þá vitnar hann í gömlu lygasöguna, sem hér var í gangi hjá Rafhönnun og menn trúðu, og reyndu greinilega ekki að leiðrétta, þrátt fyrir að ég hefði komið fram með leiðréttingu.


Málavextir eru þessir:


Skv. Rafhönnunarmönnum bilaði símatengingin hjá mér af því að ég hefði þá verið nýbúinn, á umliðnum dögum að skipta um símafyrirtæki. Þess vegna hefði þetta fokkast upp.


Snilld!


a) þó svo hefði verið, myndi það engin áhrif hafa á tenginguna. Ég hefði áfram són, ég hefði bara borgað öðrum aðila fyrir þjónustuna


b) ég skipti síðast um símafyrirtæki, þegar ég fór frá Símanum (man ekki hvað fyrirtækið hét þá - Póstur og Sími?) og skipti yfir í Íslandssíma, sem þá hét og var Eyþór Arnalds þá forstjóri! Það var svoooooooo langt síðan. En það gerðist ekki í apríl 2007, eins og Rafhönnunarmenn héldu fram. 


Þessi lygasaga Rafhönnunarmanna er ennþá í gangi hjá þeim og menn virðast enn trúa þessu. Og síðan kemur Marteinn Mosdal lookalike með þetta bull og leiðindi, sakar mig um að hafa skammað rafvirkjana sem skáru hjá mér á línuna. Jú, það gerði ég, ekki síst þegar einn þeirra hló að mér og fannst þetta greinilega fyndið að ég hefði misst samband. En ég starfa á netinu og hef mikla hagsmuni fólgna í að hafa netið í lagi.

Hinir tveir voru fínir, og höfum við talað saman síðan í mesta bróðerni og engin vandamál. En annar þeirra var orðinn þreyttur á því að ég væri að kvarta yfir þessu og nefna að ég hefði hér orðið fyrir skaða. Og við æstum síðan hvorir aðra upp...að miklu leyti fyrir misskilning. Þetta gerist. Þeir æstu mig ekki síður upp en ég þá.



Mosdalsmaðurinn tók því aðra hliðina á málinu sem heilagan sannleika og fór að breiða þá sögu út hér í húsinu að ég væri dóni og ruddi (að því að mér skilst), amk fór hann í leigusalann minn með svona ásakanir.


Þessi sami maður hótaði mér útburði fyrir það eitt að kvarta yfir því að menn á þeirra vegum hefðu skorið á símann minn og valdið mér skaða.


Mér þykir vænt um Rafhönnun. Þetta er gott fyrirtæki, sem er vel rekið og vel staðið að flestum málum amk. Reyndar dáist ég að því, hvernig þeir hafa eflt fyrirtækið og skapað því sterkan starfsgrundvöll. Ég set fyrirtækið hiklaust, þrátt fyrir allt, í hóp minna "eftirlætis fyrirtækja". En þetta rotna epli er farið að úldna og engu breytir þó hann hafi í morgun verið kominn með nýja hárgreiðslu.


Og það sárgrætilegasta er, að þessi maður er sá, sem mér hefur fram að þessu líkað einna best við af mörgum afar skemmtilegum mönnum hjá fyrirtækinu og hefur hann alltaf verið kurteis og mjög skemmtilegt að mæta honum í stiganum.

Mér finnst slæmt að hann skuli ekki kunna sig, ekki vilja skoða mál frá báðum hliðum og halda áfram að útbreiða og trúa heimskulegri lygasögu. Það segir sitt, að málstaður hans þoli ekki dagsljósið og að skríða verði í skjól lyga til að halda andlitinu. Og mér þykir slæmt, að maður sem ég hef alltaf talið afbragðs mann, skuli ekki geta tekið betur á málum.



Staðreyndin er, að það er víst (að mér skilst) ólöglegt að skera á símalínur annarra (amk án þeirra leyfis), og ef svo gerist fyrir mistök, er lágmarkið að reyna að laga þetta. En það var ekki gert. Ég þurfti að fá mann frá Símanum til að græja þetta og borga sjálfur fyrir viðgerðina.


Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna Rafhönnun getur ekki bara beðist afsökunar og a.m.k. borgað reikninginn, sem til hlaust fyrir þær skemmdir, sem menn á þeirra vegum unnu. Látum vera skaðabætur fyrir tapaðan vinnutíma, mér dettur ekki í hug að þeir láti sér detta í hug að skoða svoleiðis mál, amk ekki meðan Mosdalsmaðurinn (sem ég vil ekki nafngreina - því hann er ágætis náungi að öðru leyti) hefur eitthvað að segja um málið.


Í apríl var nánast ómögulegt að vera hér á skrifstofunni í heila viku eftir að netið komst þó á, því menn voru að gantast með "söguna" og voru að hlæja að mér fyrir að hafa sjálfur orsakað slitin með því að skipta um fyrirtæki. Þessi lygasaga hefur því aldeilis valdið skaða og kominn tími til að menn, sem bera ábyrgð á henni, biðjist afsökunar, að minnsta kosti.


En hvernig ætli mér vegni hér á næstu dögum. Ætli það verði ekki ólíft á næstu dögum eins og síðast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband