30 smákrimmar teknir

En margfalt fleiri komust vísast undan. Meðal annars var enginn handtekinn þegar það var skorið á símalínurnar húsinu, þar sem ég hef skrifstofur. Sá, sem hefur hluta hússins til afnota, var að endurtengja eitthvað, en lágmark að láta man vita. Og núna, á mánudegi, hefur sá aðili fengið allt sitt system í gagn, en ég sit ennþá uppi án síma og internets.


Og ekki í fyrsta skipti, en í apríl sl gerðist svipað.


Ég bloggaði semsagt um þetta á laugardaginn, og einn af forkólfum þess fyrirtækis var ekki par ánægður áðan og var, ef ég hef skilið hann rétt, með hótanir. Hann gat ekki fattað, að það hafði verið brotið á mér og ég fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni, hvað þá meira, fyrir þann skaða sem þetta skapaði og gerir nú aftur. En ég tek fram, að flestir í þessu fyrirtæki eru sómamenn/konur, fínt fólk. En einn og einn heldur að hann sé smákóngur af því að hann á jeppa, eða af einhverjum öðrum ástæðum.


En Pétur, Skapti og hinir náungarnir hafa jafnan verið mjög almennilegir og eru fínir náungar. Leiðinlegt þetta með rotna eplið, eða eplin, en svona er þetta. En ég erfi þetta ekkert, ef netið hjá mér kemst í lag fljótlega. Það er þó slæmt að maður þurfi að hringja í Símann og biðja hann að laga, í stað þess að rafvirkjarnir/símagaukarnir hjá umræddu fyrirtæki hefðu unnið vinnuna sína og tengt mig líka aftur, eins og aðra í húsinu. Ömurlegt að vera síma/internetlaus.


En mig grunar að einhverjir þeirra verði fúlir ef þeir lesa þetta, en það er þeirra vandamál.


Ég sit því í TR og reyni að gera eitthvað á meðan. En svona er lífið...það gengur á með skini og skúringum!

mbl.is 30 brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögnin segir "30 brutu gegn lögreglusamþykt ..."    heldurðu að það sé eittvað verið að fegra ástandið ?

Fransman (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Snorri Bergz

Örugglega...30 voru gómaðir...mun fleiri sluppu, býst ég við.

Snorri Bergz, 29.10.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband