Brann Bergen

Mér finnst ekki svo mjög langt síðan, að ónefndur náungi, sem ég þekkti eitthvað aðeins, hafði samband við mig. Hann er eða var víst framarlega í stuðninsmannaklúbbi Brann, Bergen. Hann hafði það erindi, að spyrja mig hvort þessi nýi leikmaður, Kristján Sigurðsson, væri jafn lélegur og hann virðist vera skv. fyrstu leikjunum að dæma.

Ég sagðist nú ekki þekkja hann neitt sérstaklega, en miðað við genasamsetningu ætti hann eftir að sanna sig og það ágætlega. Hann myndi semsagt koma til þegar á liði og reynast vel þegar á hólminn væri komið.


Náungi þessi trúði mér svona rétt mátulega en ákvað að gefa honum séns og biðja aðra að gera það líka.


Nú skilst mér að Kristján sé dáður og dýrkaður í Brann...


Já, mikið vatn getur runnið til sjávar á skömmum tíma, ef straumar eru harðir.
mbl.is Allt á hvolfi í Bergen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband