Englendingar lélegir

Haha, ótrúlega lélegir.


Vandamálið er í Englandi, að liðin í 1. deild og neðar verðleggja leikmenn sína ALLTOF dýrt. Liðin í Úrvalsdeildinni eiga því erfitt með að kaupa enska leikmenn nema þá sem þeir ala upp sjálfir. Því kaupa liðin erlenda leikmenn, sem eru bæði ódýrir og góðir.

 

Og síðan eru vandamál, því ungir enskir leikmenn, sem eitthvað er varið í, vaxa ekki á trjánum. Englendingar eru orðnir feitir og latir. Og þeir fáu, sem meika það, rotna núna í neðri deildunum,nema einstakir leikmenn, sem meika það.


Og jafnvel, þó þeir komist á bekkinn eða jafnvel í liðin, fá þeir ekki að spila nóg til að verða betri og betri. Því verða bestu ensku leikmennirnir bara miðlungsleikmenn í samanburði við bestu leikmenn margra annarra þjóða.

En ok, Englendingar eiga samt 20--30 ágætis leikmenn. En sumir þeirra eru ekki valdir í landsliðið, því þar ræður Ubermuppet ríkjum, McClaren, sem er að mínum dómi ekki nógu goður til að stjórna KR.

Þetta fer að minna á íslenska landsliðið. Það dugir ekki að velja góða leikmenn í liðið, ef þjálfarinn er lélegur. En verra er, þegar góðir leikmenn eru ekki valdir í liðið, því þjálfarinn er idíót.

 


mbl.is Rússar lögðu Englendinga, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband