Hart barist í kvöld: Friðrik teflir aftur!

Mörg skemmtileg úrslit áttu sér stað. Meðal annars vann formaður Hellis, og félagi í 100 kílóa liðinu (b-liði Hellis), Gunnar Björnsson, fyrrv. formann Hellis, Davíð Ólafsson úr a-liðinu!

Við TRingar fórum illa að ráði okkar. Þrölli missti niður unnið tafl og Hannes tapaði steindauðu endatafli af einhverjum ástæðum. Mörg jafntefli áttu sér stað í þessari hörkuviðureign gegn Fjölni, sem styrkt hefur lið sitt með erlendum og innlendum meisturum. Nefna má, að Friðrik Ólafsson tefldi á 4. borði fyrir T.R. og gerði jafntefli.

Við Jón Viktor unnum hina traustu skákmenn Tómas Björnsson og Jón Árna Halldórsson á neðri borðunum. Það er svoldið shaky hjá mér að fara að rifja upp svona lagað, en þeir eru stundum kallaðir jafnteflisbræðurnir.

Af þeim er Jón Árni, hinn indæli drengur, stundum kallaður Hr. Jafntefli. Hann er einnig málsvari Norður-Kóreu hér á landi, þar sem sósíalisminn ríkir.

Og því, eins og ónefndur skákari og fyrrv. bloggari sagði, boðar hann "frelsi, jafnrétti og bræðralag", ja, eða "frelsi, jafntefli og bræðralag". Þessi var svoldið góður.

En TR vann þó Fjölnismenn í kvöld, en að vísu bara með minnsta mun. Ég er alls ekki ánægður, en svona gerist stundum. Ég get þó huggað mig við, að ég vann góðan sigur með því að svíða Jón Árna með svörtu. Það er alls ekki svo auðvelt.

En áfram heldur þetta á morgun. Áfram TR.
mbl.is Fjölmennasta skákmót ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband