Þriðjudagur, 9. október 2007
Tjallarnir væóleitaðir
Jæja, Hellismenn tefldi í dag, 7. og síðustu umferð á EM í skák við afburða lélegt lið frá Sviss og voru með 4-1 þegar ég frétti síðast. Skjaldbakan var þá að reyna að svíða á 5. borði. Jafnteflin komu á 3. borði hjá Ostinum og 4. borði hjá Stóratíma.
Sama staða hjá T.R. 4-1 og Uglan að reyna að svíða á 5. borði. Jafnteflin komu á 3. borði hjá Þrölla og 4. borði hjá Punkinu.
Vér tefldum annað glanspartí. Ég hef aldrei áður teflt sóknarskák í Caro-kann með svörtu. En þetta var frekar auðvelt, en andstæðingurinn minn er nemandi Igors Natafs, 2. borðsmanns TR, og hefur hækkað um yfir 100 stig á tæpu ári og náð 2 AM normum. En í liðsstjórahöndum var hann eins og barn. Ég er semsagt mjög ánægður með taflmennskuna í dag, eins og í gær. Ég hrifsaði frumkvæðið til mín með peðsfórn, hirti síðan peðið aftur með sterku miðborði í kaupbæti og leyfði honum að sprikla á drottningarvæng, meðan ég ruddist fram á miðborðinu. Óvenjulegt fyrir Caro-kann, en gaman þegar þetta heppnast.
Og solid 18 stig í plús í 2 skákum. Þetta gerist varla betra.
Hitinn í dag var sá mesti síðan við komum hingað og voru menn að stikna í sólinni. Ég skrapp í smá sundlaugarferð um 9 leytið, en þurfti síðan að sinna liðsstjóraskyldum mínum; senda inn liðsskipan, panta far á flugvöllinn og fleira. TÖluvert vesen, merkilegt nokk. Ég kom því óundirbúinn í skákina, því Tjallarnir breyttu um lið frá síðustu umferð. Ég hafði því stúderað rangan aðila um morguninn. En feginn er ég. Andstæðingurinn var sterkari, en tefldi ekki jafn morkið.
Rúnar Berg tefldi flotta sóknarskák, en annað sá ég ekki svo gjörla.
Áfram Ísland.
Meginflokkur: Skák | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Miðausturlönd | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.