Kemer: 6. dagur á EM

Jæja, nýr og fagur dagur runninn upp í Kemer, Antalyu. Vér, liðsstjóri Evrópuliðs Taflfélags Reykjavíkur, sitjum hér  úti á veröndinni á veitingahúsinu, narta í morgunmatinn og drekk ónýtt kaffi með, enda of þreyttur til að nenna að standa upp og fá mér nýtt.


Ég vaknaði ubermorkinn í morgun, eitthvað rétt fyrir sex. Ég hafði auðvitað gleymt að slökkva á loftkælingunni  í gærkvöldi, enda sofnaði ég óvart en ég var að horfa á fótboltaleik og lá í mestu makindum undir „lakinu“ og síðan vissi ég ekki  fyrr en ég vaknaði morkinn og kaldur rétt um sexleytið.


En ég slökkvi á skaðvaldinum, sótti sæng upp í skáp, stillti GSM-inn að hringja kl. 6.50 og lagði mig aftur. Solid, eins og Ágúst Sindri lögmaður hefði sagt í þessari aðstöðu.


Dagurinn í gær var furðulegur. Ég þurfti að sinna ýmsum morgunskyldum liðsstjóra, senda pistil heim og fleira, svo ég komst ekki í laugina fyrr en hálf ellefu. Þá voru mínir menn mættir, að undanskildum Natafrós, sem sefur gjarnan til hádegis eða lengur, og Róbótnum (Hannesi), sem er illa við hita og sól. Þar voru líka fjórir Hellismenn, nema hvað Húnninn (Bjössi) og (Ata)kisi lágu morknir á meltunni eins og stundum áður, og fóru síða að lesa bókmenntir þegar þeir vöknuðu. Muppetz. Menn stoppuðu þó ekki lengi í sólinni og fóru heim á herbergi að stúdera. Ég varð þó að skreppa í sjóinn aðeins, en fór síðan heim skömmu síðar um leið og Punkið.


En að skákunum.


Bæði lið fengu yfirburðastöður nánast á öllum borðum í gær. Við T.R.ingar létum kné og skanka fylgja kviði  og tókum þetta 5,5, -0,5. Aðeins Uglan missti niður hálfan, en efnilegur mótherji hans kom sér upp óvinnandi vígi úr Sveshnikov-varíantnum og lék bara fram og aftur, og það var ekkert sem Ugli gat gert við því. Hinir unnu flestir frekar auðveldlega, en Hannes og Addi urðu þó að láta sér nægja að fara peði yfir í endatafl og hefja svíðing dauðans á Tyrkina.


Hellismönnum var hins vegar illt í hnjánum og fóru svoldið illa að ráði sínu. Á efsta borði fékk Bragi Atakisi  á sig vafasama mannsfórn, sem  séra Torfritz Grumpy hefði gefið tvö spurningamerki, en það reyndist erfitt að sitja stöðugt undir þrýstingi og að lokum gaf sig staðan hjá Braga og tap var raunin. Stóri bróðir, Húnn Þorfinnsson, greifinn af Monte Kemer, lét öllum illum látum að venju og fór svoldið illa með 2. Borðsmanninn. Staðan var nú 1-1. En Hellismenn voru með unnið á öllum hinum borðunum. Næsta  skák til að klárast var skák Sig. Daða (Ostsins), en hann hafði verð solid 2 peðum yfir, en skyndilega gerðist eitthvað og þegar ég kom aftur að borðinu  var hann kominn með illa verjanlega stöðu og í tímahraki í ofanálag.  Á endanum þurfti hann að lúta í gras, eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. 2-1 fyrir Litháana, sem við TRingar unnum reyndar 5-1 í fyrstu umferð.


En Hellismenn voru með unnið á hinum þremur, en skyndilega lék Rúnar Berg, sem var með þeirra „mest unnu“ stöðu, gróflega af sér og þurfti að lúta í gras einnig.  Og síðan náði andstæðingur Robba að trikka sig út úr tapstöðunni og jafntefli var niðurstaðan. Þá var Stjáni eftir og var hann að reyna að svíða frameftir kvöldi, en mér skilst að skákin hafi farið jafntefli. Semsagt 2-4 hjá Helli. Þetta var algjör hörmung að sjá, eins og Hellisbúarnir tefldu vel framan af.


Hellismenn og tríeykið Þröstur Hlífar Kristánsson fóru niður í Kemer-bæ í gærkvöld og fengu sér að borða á besta veitingastað bæjarins, en við minni spámennirnir urðum eftir. Bæði Barbi (Arnar) og Ugli (Jón Viktor) kenndi sér meins, og sjálfur var ég hálf slappur.  Þeir hafa nú reyndar braggast báðir, síðast þegar ég vissi og mun ég ákveða það, á næsta hálftíma, hvort ég gefi öðrum þeirra frí í dag, eða biðji þá að harka af sér. Málið er, að við fáum morknu Svíana í dag og við getum ekki látið það spyrjast um okkur, að hafa ekki náð að taka Svíana. Að vísu eru þeir stigahærri en við á öllum borðum, nema hvað Nataf er á svipuðu róli og Agrest á 2. Borði, og mun stigahærri á fjórum neðstu. Af þessum sex skákmönnum hefur aðeins einn þeirra, Pontus Carlsson, sést brosa í ferðinni.Hinir líta allir út eins og þeir séu að horfa á Liverpool spila fótbolta. Að vísu eru bara tveir norrænir Svíar þarna, en 2 Rússar, einn Rússa-Svíi og síðan Pontus, sem er mjög skemmtilegur náungi, enda aðfluttir, vísast ættleiddur frá einhverju Afríkuríki. Pontus hefur búið í Svíþjóð held ég nær allt sitt líf og hefur ekki enn orðið fyrir skaða, amk ekki sjáanlegum. Það er góðs viti. Þá er semsagt hægt að búa í Svíþjóð án þess að verða morkinn að staðaldri og í hugsunum.


Aðrir eru heilir, nema hvað KR-bölvunin virðist hafa elt Punkið (Stefán) hingað út. Eitt það besta við þennan stað er, í samanburði við t.d. svipaða staði á Grikklandi, að hér eru nánast engar flugir og aðeins einstaka sakleysisleg skordýr. Ég hef bara séð nokkrar húsflugur allra ferðina, en engu að síður tókst Stefáni að láta einu moskítófluguna á svæðinu bíta sig og það margsinnis. Greinilegt að þessi fluga, sem hér býr, er með forgangsatriðin á hreinu, en hún virðist aðeins bíta KRinga. Að vísu mjög skiljanlegt, en bagalegt fyrir Stebba.


Jæja, við liðsstjórarnir tveir, og Þrölli, erum ánægðir með stigin þrjú, sem fengust gegn Sunderland í gær. En óþarfi að hleypa þessum muppetum svona inn í leikinn.


En að lokum: það verður Norðurlandaslagur í dag. T.R. fær Sollentuna frá Svíþjóð, en Hellismenn fá Finnana, en þá hefði Ble kallað ubermuppetz á háu stigi, en þeir ganga hér um öllum stundum í svörtum einkennisbúning skákliðs síns. Ok, það er 35 stiga hiti hér flesta daga. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi aukabúninga með sér.


Jæja, gott í bili. Robbi er væntanlegur og síðan verður „synt út að bauju“, eins og það er kallað. Ég sem hélt að það væru eintómir kjúklingar hérna.


Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband