Sunnudagur, 7. október 2007
5. umferð
Jæja, 5. umferð er byrjuð.
T.R. mætir heimamönnum í Besiktas.
Hannes tefldi Paulsen gegn Atakisa og er með "svona týpíska" stöðu, búnað slá á d3 og fá á sig b4, skipta upp á f5 osfrv. Þetta er allt þekkt. Sjálfur hef ég nokkuð stúderað þennan varíant og tel, að sú leið sem Atakisi valdi sé ein sú frambærilegasta. En svartur hefur trausta stöðu.
Nataf er með yfirburðastöðu á 2. borði. Spái auðveldum sigri þar.
Þrölli er með þrönga stöðu en trausta á 3. borði. En þetta er Þrölli! Hann er enn með báða riddarana á borðinu, svo ég hef engar áhyggjur.
Stefán hefur stöðulega yfirburði þegar úr byrjuninni, en ég óttast að þar muni tímahrak skella á.
Addi tefldi Húnsvitleysuna með svörtu, en tefldi frísklega og hefur biskupaparið og virka stöðu, þó peðastaðan sé kannski svoldið torfísk.
Jón VIktor tefldi Rd5-varíantinn sinn gegn Svesnikov og hef ég engar áhyggjur þar, þó ungi maðurinn tefli hratt og kunni þetta greinilega vel.
Spá liðsstjóra ´(mínir menn allir á útivelli):
Hannes X2
Nataf 2
Þrölli X2
Stefán 2
Addi 2
Jón V. 2
++++++++++
Hellisbúar tefla við Litháana sem við TRingar unnum 5-1 í fyrstu umferð.
Bragi fékk á sig mannsfórn gegn hinum sókndjarfa Litháa. Ég hef séð slíka fórn í svipuðum stöðum, en hann getur valið um 2 menn til að drepa með peði. En í staðinn fær hvítur, Litháinn, sóknarfæri. Ég vona hið besta, en mig grunar þó að þetta gæti reynst Braga erfiður biti.
Húnninn teflir gegn franskri vörn og hefur fína stöðu. "Ég er með'ann" kvótið hans Þrölla á vel við hér.
Sig. Daði er með þrönga stöðu, en biskupaparið, sem mun gagnast nú þegar staðan var að opnast.
Robbi teflir sitt ítalska árásarsystem og trúi ég ekki öðru en að aldursforseti okkar hér taki þetta á reynslunni.
Kristján Eðvarðs fékk á sig ítalskan leik og er staðan enn óljós, því fáir leikir hafa verið leiknir. Þetta er semsagt bara "staða".
RB fékk á sig "árásarsystem" með hvítu og var það sniðugt. Þetta byrjaði sem hollensk vörn, en er nú komið í einskonar enskan leik system, þar sem svartur ræðst fram á miðborðinu með f5 og e5.
Mín spá (Hellismenn á heimavelli):
Bragi 1 2
Húnn 1
Daði 1x
Robbi 1
K. E. x2
RB x2 (sorry RB!)
En jæja, mín spá er 5-1 fyrir TR (því slys geta alltaf gerst!) og 4-2 fyrir Helli.
Áfram Ísland
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.