4.dagur í Antalyu

Jæja, ég ætla bara að vona að einhver ferðaskrifstofan heima á Íslandi fari nú að selja ferðir hingað til Kemer. Þetta er draumastaður.


Í gærkvöldi voru tvær eða þrjár "útihátiðir" á hótelinu. Ein rosalega flott rétt hjá slotinu mínu og stóð fram á nótt. Hin var á útisviðinu, þar sem Moulin Rouge var sett upp, okkur Íslendingunum að vísu til lítillar hrifningar.


Og á eftir var lifandi músík spiluð frameftir nóttu. Og ef menn hefðu enn viljað skemmta sér var diskótekið opið til þrjú, skilst mér.


Ég fór heim um miðnætti og slakaði aðeins á í "svítunni".  Það hafði verið fámennt, amk hvað Íslendinga varðar, á útikaffihúsinu við útisviðið. Menn voru þreyttir og lúnir og tóku því rólega.


En nýr dagur er runninn upp, sólríkur og fagur. Ég vaknaði snemma og fór í breakfastið eins og venjulega. Á eftir tekur við skylduverk, eins og að lóðsa liðsmenn TR niðrí hraðbanka, sem er í þorpinu sjálfu, ekki innan hótelsins. Það er eiginlega það eina sem vantar hér á hótelið. Einnig þarf að sinna administrative liðsstjóraskyldum og einstaka smáverkefnum, eins og að vekja liðsmenn á ákveðnum tímum, osfrv, tékka andstæðingana í dag, osfrv.

Við fengum viðunandi úrslit í gær, 5-1, en Hellismenn töpuðu 0,5 - 5,5,. Robbi var sá eini sem náði punkti, eða eiginlega var það öfugt, því hann var með kolunnið tafl. Þar eð Robbi gekk til náða mjög snemma náði ég ekki að spyrja hann út í þetta, en mér skilst að hann hafi jafnvel átt vinningsleið í lokastöðunni, en mótherji hans hafði þráleikið. Rúnar Berg tefldi afar vel í gær og fékk gott hrós frá andstæðingi sínum. Ég fylgdist ekki nógu vel með öðrum skákum til að geta commentað.

Hjá okkur var þetta frekar þægilegt. Við náðum ágætis stöðum upp á flestum borðum, nema hvað þetta leystist upp í jafntefli á 2 efstu borðunum. Þrölli vann fljótlega eftir Sozin afbrigði í Sikileyjarvörn. Stefán tefldi Paulsen og fékk á sig jafnteflisvaríant, en fórnaði peði fyrir að halda taflinu gangand og vann Baunann að lokum.

Addi átti frekar auðveldan dag og þurfti að hafa voða lítið fyrir þessu, þó hann hafi samt verið síðastur að klára, en þá hafði hann haft unnið nokkuð lengi. Jón Viktor fékk upp "svona Bg7 stöðu" eins og hann segir sjálfur, þ.e. ákveðna útgáfu af Maroszy Bind, en með Réti útfærslu.

Í dag fáum við TRingar sterka sveit Clichy frá Frakklandi með stórmeistara á öllum borðum, og suma hverja jafnvel mjög sterka. Liðsskipun liðsstjóra er semsagt, að semja á fjórum efstu og vinna á tveimur neðstu! Allt í lagi að vera bjartsýnn!

Hellismenn eiga spænska sveit, sem Húnninn hefur lofað að "væóleita". Vonandi að það takist.


En jæja, kveðjur héðan frá Antalyu. Klukkan hér er 9, sex að ísl. tíma. Over and out.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband