Haustlitirnir

Jæja, nú fer að líða að því, að litadýrðin í garðinum heima fer að fölna enn frekar og haustlitirnir taka við. Í sumar gat maður setið úti á verönd og horft yfir þennan fallega garð, sem umlykur heimili mitt. Garðurinn er ennþá fallegur, en vegna kulda og/eða rigningar er erfiðara en áður að sitja úti á verönd.


En hvað er með haustlitina? Af hverju eru þeir fagrir, jafnvel þó þeir minni okkur á, að sumarið er liðið og veturinn á næstu grösum.


En haustlitirnir segja fleira. Þeir tala um inngang að dauða. Hið forna var haustið sá tími, þegar uppskeran var tekin heim og veturinn undirbúinn. En þessi tími talaði um dauða, þegar líf sumarins hné til viðar og dauði vetrar og kulda tók við.


Lífið er að fjara út. Kaldur vetur að taka við. En lífið vaknar að nýju næsta vor.


Um það snýst málið.


Þó eitthvað líti illa út akkúrat núna. Allt virðist dimmt og drungalegt, sólin sest og kaldur vetur byrjaður að blása vindum sínu.


En sólin kemur aftur upp í vor. Lífið heldur áfram.


Og ef það væri ekki fyrir veturinn, myndum við ekki ná að meta vorið að verðleikum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband